Unga fólkið kallar á styttri vinnuviku Helga Jónsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun