Eyjamenn óöruggir eftir fréttir af Herjólfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. október 2017 06:00 Herjólfur sést hér í höfn í Vestmannaeyjum. Skipið getur ekki siglt á fullum krafti þessa dagana. vísir/stefán „Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Þetta þýðir aukið óöryggi. Það dregur úr samgönguöryggi til Vestmannaeyja fyrir vikið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Um nokkurra mánaða skeið hefur verið gert ráð fyrir því að gert yrði við bilaðan gír í Herjólfi. Upphaflega var gert ráð fyrir því að viðgerðin færi fram í september en það hefur dregist á langinn, bæði vegna þess að það vantaði afleysingaskip fyrir Herjólf en líka af því að það vantaði varahlut í gírinn.Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.vísir/eyþórFyrir helgina greindi Vegagerðin frá því að tekist hefði að finna afleysingaskip en aftur á móti hefði rekstraraðili Herjólfs, Eimskip, ekki getað staðið við áætlun um viðgerð á Herjólfi. Ástæðan er sú að undirverktaki Eimskips gat ekki staðið við afhendingu varahluta vegna viðgerðarinnar. Nokkrar vikur muni líða þar til varahlutirnir verða afhentir. Elliði segir að þrátt fyrir að gírinn sé bilaður sigli Herjólfur enn þá. Hann þoli þó minna álag. „Ef þetta gírstykki gefur sig er skipið úr drift og þannig leggjast af samgöngur við Vestmannaeyjar. Þannig að við hljótum að gera ráð fyrir því að rekstraraðili skipsins, eða eftir atvikum Vegagerðin, tryggi að það sé varaskip tiltækt ef þetta fer á versta veg.“ Skipið, sem Vegagerðin hafði fundið til að leysa Herjólf af á meðan viðgerð stæði yfir, er frá Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, var ekki búið að skrifa undir samninga um leigu á skipinu þegar fréttir bárust af því að varahlutunum seinkaði. Því er ekkert víst hvað verður um afleysingaskipið. Greint var frá því í gær að ríkið hefði gert samkomulag við Sauðárkrók og flugfélagið Erni um tilraunaflug til Sauðárkróks. „Á sama hátt bindum við vonir við, eftir nýlegt útspil stjórnvalda um að styrkja flug á Sauðárkrók, að líka verði litið til þess að styrkja flug til Vestmannaeyja þann tíma sem þetta óöryggi varir. Þannig að verðlag á þessari grundvallarþjónustu verði þannig að heimamenn og gestir geti nýtt sér,“ segir Elliði. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að þarna sé um að ræða tilraunaverkefni sem tengist sóknaráætlun um eflingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er aðstoð við sveitarfélagið, sem kemur með sitt fjármagn á móti, til að kanna hvort það sé markaðslegur grundvöllur fyrir þessu flugi,“ segir Vigdís. Undirbúa yfirtöku reksturs Samgönguráðuneytið hefur boðað fulltrúa Vestmannaeyjabæjar til fundar í dag til þess að ræða möguleikann á því að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagði við Stöð 2 í gær að vinna að samkomulaginu væri langt komin. Málið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Sæferðir, dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, reka í dag Herjólf með samningi við Vegagerðina. Gengið er út frá því að breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði þegar nýr Herjólfur kemur til landsins næsta vor.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Samningur verður undirritaður á næstu dögum. 23. október 2017 18:30