Trúir ekki að rödd Bjartrar framtíðar þagni Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. október 2017 20:57 „Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
„Við erum flokkurinn sem sleit stjórnarsamstarfi út af leynimakki í kringum kynbundið ofbeldi. Þetta er ákveðin breyting í íslensku pólitíkinni og ég trúi því ekki að þessi rödd eigi eftir að þagna á þingi,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við nýjustu skoðanakönnuninni sem MMR birti í dag sem leiðir í ljós grafalvarlega stöðu flokksins. Það er á brattann að sækja fyrir Bjarta framtíð næstu daga því flokkurinn mældist með einungis 1,8 prósent fylgi í nýrri könnun MMR og þarf þannig að þrefalda fylgi sitt á næstu fimm dögum ef hann á ekki að þurrkast af þingi. „Þær eru náttúrulega ekki hressandi þessar kannanir en við höfum nú mikla trú á því að við eigum inni. Við höfum bara fundinn dálítinn meðbyr undanfarið og síðan bara trúi ég því nú eiginlega ekki að þessi rödd Bjartrar framtíðar inni á þingi þagni. Mér finnst við hafa verið að gera mjög mikilvæga hluti, koma með mikilvæga pólitík inn. Við höfum verið að breyta pólitíkinni og kalla eftir og opna á heiðarlegri stjórnmál,“ segir Óttar í viðtali hjá fréttastofu Stöðvar 2. Spurður hvort kallað hafi verið eftir afsögn hans, svarar Óttar neitandi. „Ég get nú ekki sagt það en við höfum nú líka reynt að leggja áherslu á það í Bjartri framtíð að þetta gengur ekki út á einstaklinga,“ segir Óttar. Flokkurinn og málefni hans séu bæði stærri og mikilvægari en einstakar persónur. „Við erum mjög frambærilega oddvita, mjög frambærilega frambjóðendur, sterka pólitíkusa. Það er þessi breidd sem skiptir meira máli en endilega mín persóna enda lít ég nú bara á það sem svo að mitt hlutverk í pólitík er að reyna að gera gagn og á meðan ég geri gagn þá held ég áfram í því,“ segir Óttar sem segist þó hafa íhugað eigin stöðu á hverjum degi frá því hann hann hóf að stunda stjórnmál.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,9 prósenta fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR og mælist með mest fylgi. Þar á eftir fylgja Vinstri græn með 19,9 prósent en munurinn á flokkunum mælist þó innan vikmarka. 23. október 2017 16:41