

Flokkur fólksins segir NEI við áfengi í matvöruverslanir og lögleiðingu kannabisefna
Ómældur tími tveggja ríkisstjórna undanfarin ár hefur farið í að karpa um hvort leyfa eigi sölu áfengis í matvöruverslunum. Um þetta hefur verið þrasað fram og til baka. Nú á haustmánuðum lagði síðan þingmaður Viðreisnar fram frumvarp til laga um lögleiðingu kannabisefna. Flokkur fólksins hafnar með öllu lögleiðingu kannabisefna nema í lækningaskyni.
Á heimasíðu Landlæknisembættisins er að finna niðurstöður fjölmargra vísindarannsókna sem allar hníga að sama meiði. Aukið aðgengi áfengis- og vímuefna leiðir til aukinnar neyslu með tilheyrandi auknum skaða, bæði andlegum og líkamlegum. Aðilar sem eru hlynntir því að kannabis verði lögleitt hafa kerfisbundið reynt að slá ryki í augu unglinga og jafnvel fullorðinna um að þetta sé ekki rétt. Í þeim tilgangi að ná til ungmenna nota þeir vinsæla samfélagsmiðla. Þeir fullyrða að kannabisefni sé skaðlítið eða skaðlaust efni. Slíkum viðhorfum hefur verið haldið við með fullyrðingum sem stangast á við nýjustu rannsóknir, reynslu og þekkingu.
Flokkur fólksins krefst þess að þingmenn og samfélagið allt verndi börn gegn þeirri vá sem aukið aðgengi vímugjafa ber með sér. Börn eru börn til 18 ára aldurs samkvæmt lagalegri skilgreiningu. Það er ekki að ástæðulausu að sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 ár. Unglingar, sökum ungs aldurs, hafa ekki ávallt þann vitsmuna- og félagsþroska sem þarf til að geta lagt raunhæft mat á hvað sé þeim fyrir bestu og greina ekki alltaf áhættuna hvorki til skamms né lengri tíma. Það kemur í hlut löggjafans að horfa til hagsmuna og velferðar barna þegar taka skal ákvarðanir sem varða börn eða geta haft áhrif á velferð þeirra með einum eða öðrum hætti.
Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar