Tókust á um svissnesku leiðina: „Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. október 2017 14:21 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættu í Bítið í morgun. Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni. Kosningar 2017 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Frambjóðandi Pírata segir ekki gott ef stjórnmálamenn leggja fram lausnir sem fela í sér að færa vandamálin inn í framtíðina. Þar vísar hún til „svissnesku leiðarinnar“ sem Framsóknarflokkurinn hefur lagt til. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddu pólitíkina nú fyrir komandi þingkosningar. Að mestu voru þingmennirnir sammála, til dæmis um fjármögnun helstu innviða og um það að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. Þær vildu þó fara mismunandi leiðir í húsnæðismálum en Píratar vilja leggja ellefu milljarða króna í stofnframlög á nýbyggingum strax á næsta þingi en Framsókn leggur til svokallaða „svissneska leið“ þar sem fólk getur tekið úr lífeyrissparnaði sínum og sett í útborgun í íbúð. Þórhildur Sunna var efins um svissnesku leiðina. „Það sem ég hef ekki alveg skilið með þessa svissneska leið, ég fæ á tilfinninguna að þar sé verið að auka peningamagn í umferð og verið að auka líkur á að húsnæðisverð hækki meðfram því. Og að það eigi að vera hægt að taka lífeyrisgreiðslur… Mér finnst einhvern veginn eins og það sé alltaf verið að biðja okkur um að taka lán frá eldri kynslóðinni, það er að segja okkur sem eldri. Á ég að taka lán frá gömlu Sunnu? Á ég alltaf að taka lán frá gömlu Sunnu?“ Lilja segir Sunnu þó eitthvað vera að misskilja þá leið sem Framsókn leggi til. „Fólk er í raun að taka lán frá sjálfu sér.“ Hún segir að það sem gerist sé að þegar viðkomandi aðili selji fasteignina þá skili það iðgjaldinu aftur. „Í millitíðinni er viðkomandi aðili að fjárfesta í sjálfu sér. Peningarnir eru ekki að fara inn á leigumarkaðinn heldur er verið að greiða fyrir eigið húsnæði.“ Þórhildur Sunna segir vel hægt að skoða þessa leið en að henni þyki varhugavert að fara alltaf þá leið að taka lán frá framtíðinni. Hlusta má að samtal þeirra Lilju og Sunnu í spilaranum að neðan. Að neðan má svo hlusta á innslag Bítisins í heild sinni.
Kosningar 2017 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira