Skoðun

Vanefndir á endurgreiðslu tannlæknakostnaðar lífeyrisþega og aldraðra

Ólafur Ísleifsson skrifar
Samkvæmt reglum um endurgreiðslu tannlæknakostnaðar lífeyrisþega og aldraðra eiga þeir að fá endurgreiddan 75% þessa kostnaðar frá Sjúkratryggingum miðað við gjaldskrá sem Sjúkratryggingar setja. Staðreyndin er á hinn bóginn sú að þessi gjaldskrá hefur ekki verið uppfærð til samræmis við gjaldskrá tannlækna fyrir tannlæknaþjónustu. Umtalsverður munur er á gjaldskrá Sjúkratrygginga og gjaldskrá tannlækna. Í raun eru endurgreiðslur tannlæknakostnaðar lífeyrisþega og aldraðra því nær kannski 20-25% af raunkostnaði þessa hóps.

Mikilvægt er að auka samræmi milli gjaldskrár Sjúkratrygginga og raunkostnaðar þannig að tannlæknakostnaður lífeyrisþega og aldraðra verði ekki eins íþyngjandi og raun ber vitni.

Stjórnmál eru vettvangur til umbóta. Ég mun beita fyrir mér að bætt verði úr skák í þessu efni til hagsbóta fyrir lífeyrisþega og aldraða.

Höfundur skipar 1. sætið á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við Alþingiskosningarnar 28. október 2017.

 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×