Það gustar aðeins um Írann Conor McGregor í dag eftir að hann var gripinn við að nota niðrandi orð um homma.
Conor var mættur til Gdansk í Póllandi um nýliðna helgi til þess að styðja vin sinn og æfingafélaga, Artem Lobov. Conor fór mikinn í húsinu og gekk svo langt að dómarinn, Marc Goddard, þurfti að biðja hann um að færa sig frá borðinu.
Hvatning Conors skilaði ekki miklu því Lobov varð að sætta sig við tap í bardaga sínum.
Á myndbandi sem var birt á Twitter-síðu UFC má heyra Conor nota orðið „faggot“ að minnsta kosti þrisvar sinnum í spjalli við Lobov. Hann var þá að tala um andstæðing Lobov. Því myndbandi var síðar eytt.
Conor hefur alla tíð stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og tjáði sig opinberlega um að samkynhneigðir ættu að fá að gifta sig er málið var í umræðunni á Írlandi fyrir tveim árum síðan. Þá sagði Conor alla eiga heimtingu á sömu réttindum. Hann hvatti síðan landa sína til þess að kjósa með því að samkynhneigðir fengju að gifta sig.
Conor notaði niðrandi orð um homma
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


