Blæðandi sár í Bítlaborginni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2017 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leik Everton og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton tapaði 2-5 og situr í fallsæti. Gylfi náði sér ekki á strik í leiknum í gær, ekki frekar en aðrir leikmenn Everton. vísir/getty Sjötíu og þrír titlar sitja í verðlaunaskápum liðanna tveggja frá Liverpool-borg, Liverpool og Everton. Rauðklæddir Liverpoolmenn voru lengi vel sigursælasta félag Englands og Everton er það lið sem oftast hefur verið í efstu deild á Englandi, eða í 114 tímabil. Íbúar Liverpool-borgar hugsa eflaust hlýtt til fortíðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar.Vonlaus varnarleikur Liverpool fór til Lundúna og sótti Tottenham heim á Wembley í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið hafði ekki tapað gegn þeim hvítklæddu í fimm ár, eða síðan í nóvember 2012. Tottenham hefur hins vegar farið afskaplega vel af stað í deildinni og átti eftir að reynast verðugur andstæðingur. Hinn sjóðheiti Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar míntútur og Son Heung-min bætti öðru marki við á 12. mínútu. Þegar Mohamad Salah skoraði fyrir Liverpool hefði leikurinn geta orðið eitthvað, en Dele Alli og Kane áttu eftir að skora tvö mörk til viðbótar fyrir Tottenham og varnarlína Liverpool var í molum. Sóknarmenn Tottenham léku á als oddi og höfðu nægt pláss til að athafna sig fyrir aftan vörn Liverpool. Frammistaða Dejans Lovren var það slæm að Jürgen Klopp tók hann af velli eftir hálftíma leik. Simon Mignolet gerði nokkur dýrkeypt mistök í leiknum og hefur nú gert 13 mistök sem hafa leitt til marks andstæðingsins, fleiri en nokkur annar markvörður í deildinni.„Allt okkur að kenna“ „Úrslitin voru okkur að kenna. Tottenham spilaði vel, en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þá,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Fyrsta markið kom úr innkasti og við vorum bara slæmir, slæmir, slæmir varnarlega. Annað markið, skyndisókn og þegar boltinn er kominn fram hjá Lovren er það orðið of seint.“ Þarf Jürgen Klopp að gera mannabreytingar, eða er það hugmyndafræði hans sem er rót vandans? Hjá Dortmund var sigurhlutfall hans 56 prósent, en það er aðeins 49 prósent hjá Liverpool. Þar munar ekki miklu, en Liverpool undir Brendan Rodgers vann helming leikja sinna og hann var samt látinn taka pokann sinn.Koeman ráðalaus Það er kannski of brátt að tala um brottrekstur Klopps, en Ronald Koeman mun alveg örugglega verða rekinn úr starfi sínu hjá Everton á næstu dögum, ef það gerðist ekki í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. Everton er komið í fallsæti eftir tapið fyrir Arsenal í gær og hefur frammistaða liðsins verið mjög slæm. Það hefur fengið á sig 18 mörk í níu leikjum í deildinni og aðeins skorað sjö. Liðið hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Wayne Rooney veitti stuðningsmönnum Everton von snemma leiks með frábæru marki. Það slokknaði hins vegar fljótt í vonarglætunni þegar sofandaháttur í vörninni olli því að Nacho Monreal jafnaði leikinn fyrir Arsenal. Þá hrundi allt hjá Everton og má Koeman þakka Jordan Pickford í markinu að ekki fór enn verr en raun bar vitni, leiknum lauk með 2-5 sigri Arsenal. Hann er í raun einu sumarkaup Koemans sem virðast hafa gert eitthvað fyrir Everton.Engin taktík og engin gleði Liðið virðist ekki ná saman, og það lítur út fyrir að Koeman viti ekki hvernig hann á að stilla liðinu upp til þess að fá það besta út úr því. Níu sinnum á tímabilinu hefur Koeman gert breytingu á liði sínu í hálfleik, sem segir sitt um ráðaleysi hans. Það sem er verst í þessu öllu fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Þór Sigurðsson virðist týndur í þessu liði. Koeman hefur ekki verið að spila honum í holunni sinni og vantar sterkan framherja sem Gylfi getur skapað mörk fyrir. Allir þeir stuðningsmenn Liverpool sem gagnrýndu Jose Mourinho og varnarsinnaða taktík hans í stórleik Liverpool og Manchester United í síðustu viku ættu að óska eftir því að hann kæmi og læsi Klopp og Koeman pistilinn, en Bítlaborgarliðin tvö fengu á sig níu mörk samanlagt í gær, eitthvað sem á ekki að viðgangast hjá liðum af þeim styrkleika sem þessi fornfrægu lið eiga að hafa. Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira
Sjötíu og þrír titlar sitja í verðlaunaskápum liðanna tveggja frá Liverpool-borg, Liverpool og Everton. Rauðklæddir Liverpoolmenn voru lengi vel sigursælasta félag Englands og Everton er það lið sem oftast hefur verið í efstu deild á Englandi, eða í 114 tímabil. Íbúar Liverpool-borgar hugsa eflaust hlýtt til fortíðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar.Vonlaus varnarleikur Liverpool fór til Lundúna og sótti Tottenham heim á Wembley í lokaleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liðið hafði ekki tapað gegn þeim hvítklæddu í fimm ár, eða síðan í nóvember 2012. Tottenham hefur hins vegar farið afskaplega vel af stað í deildinni og átti eftir að reynast verðugur andstæðingur. Hinn sjóðheiti Harry Kane kom Tottenham yfir eftir aðeins fjórar míntútur og Son Heung-min bætti öðru marki við á 12. mínútu. Þegar Mohamad Salah skoraði fyrir Liverpool hefði leikurinn geta orðið eitthvað, en Dele Alli og Kane áttu eftir að skora tvö mörk til viðbótar fyrir Tottenham og varnarlína Liverpool var í molum. Sóknarmenn Tottenham léku á als oddi og höfðu nægt pláss til að athafna sig fyrir aftan vörn Liverpool. Frammistaða Dejans Lovren var það slæm að Jürgen Klopp tók hann af velli eftir hálftíma leik. Simon Mignolet gerði nokkur dýrkeypt mistök í leiknum og hefur nú gert 13 mistök sem hafa leitt til marks andstæðingsins, fleiri en nokkur annar markvörður í deildinni.„Allt okkur að kenna“ „Úrslitin voru okkur að kenna. Tottenham spilaði vel, en við gerðum þetta of auðvelt fyrir þá,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Fyrsta markið kom úr innkasti og við vorum bara slæmir, slæmir, slæmir varnarlega. Annað markið, skyndisókn og þegar boltinn er kominn fram hjá Lovren er það orðið of seint.“ Þarf Jürgen Klopp að gera mannabreytingar, eða er það hugmyndafræði hans sem er rót vandans? Hjá Dortmund var sigurhlutfall hans 56 prósent, en það er aðeins 49 prósent hjá Liverpool. Þar munar ekki miklu, en Liverpool undir Brendan Rodgers vann helming leikja sinna og hann var samt látinn taka pokann sinn.Koeman ráðalaus Það er kannski of brátt að tala um brottrekstur Klopps, en Ronald Koeman mun alveg örugglega verða rekinn úr starfi sínu hjá Everton á næstu dögum, ef það gerðist ekki í gærkvöldi eftir að blaðið fór í prentun. Everton er komið í fallsæti eftir tapið fyrir Arsenal í gær og hefur frammistaða liðsins verið mjög slæm. Það hefur fengið á sig 18 mörk í níu leikjum í deildinni og aðeins skorað sjö. Liðið hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum. Wayne Rooney veitti stuðningsmönnum Everton von snemma leiks með frábæru marki. Það slokknaði hins vegar fljótt í vonarglætunni þegar sofandaháttur í vörninni olli því að Nacho Monreal jafnaði leikinn fyrir Arsenal. Þá hrundi allt hjá Everton og má Koeman þakka Jordan Pickford í markinu að ekki fór enn verr en raun bar vitni, leiknum lauk með 2-5 sigri Arsenal. Hann er í raun einu sumarkaup Koemans sem virðast hafa gert eitthvað fyrir Everton.Engin taktík og engin gleði Liðið virðist ekki ná saman, og það lítur út fyrir að Koeman viti ekki hvernig hann á að stilla liðinu upp til þess að fá það besta út úr því. Níu sinnum á tímabilinu hefur Koeman gert breytingu á liði sínu í hálfleik, sem segir sitt um ráðaleysi hans. Það sem er verst í þessu öllu fyrir okkur Íslendinga er að Gylfi Þór Sigurðsson virðist týndur í þessu liði. Koeman hefur ekki verið að spila honum í holunni sinni og vantar sterkan framherja sem Gylfi getur skapað mörk fyrir. Allir þeir stuðningsmenn Liverpool sem gagnrýndu Jose Mourinho og varnarsinnaða taktík hans í stórleik Liverpool og Manchester United í síðustu viku ættu að óska eftir því að hann kæmi og læsi Klopp og Koeman pistilinn, en Bítlaborgarliðin tvö fengu á sig níu mörk samanlagt í gær, eitthvað sem á ekki að viðgangast hjá liðum af þeim styrkleika sem þessi fornfrægu lið eiga að hafa.
Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Sjá meira