Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. október 2017 18:00 Flokkur fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi og krefst þess að ekkert íslenskt barn búi við fátækt. Velmegandi þjóð eins og Ísland þar sem lífskjör og hagsæld eru almennt góð á ekki að líða fátækt. Hér eru lýsingar tveggja barna foreldra sem standa efnahagslega höllum fæti: 1. „Ég er leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hvenær ég fæ nýjasta tölvuleikinn. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi stundum þegar ég spyr hann. Það þýðir lítil að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þau sjái að ég á ekki herbergi og hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn kæmi og yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum handa honum. En verst er að mamma og pabbi hafa ekki efni á að leyfa mér að fara á íshokkínámskeiðið eins og besti vinur minn fær“. 2. „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“ Fátækt meðal barna á Íslandi á sér margar birtingamyndir. Þegar hugtakið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fátækt hefur hins vegar mun víðtækari merkingu en það. Í því felst m.a. að hafa ekki ráð á að veita börnum sínum þau lífsgæði sem vilji stendur til eða eru talin almenn, jafnvel nauðsynleg. Börn einstæðra foreldra og foreldra sem hafa lægstu launin eru líklegust til að vera hluti af þessum hópi. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega, þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Efst á lista er húsaskjól og aðrar grunnþarfir. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti launa láglaunafólks í leigu. Staðan í íslensku samfélagi í dag er sú að það geta ekki allir tryggt fjölskyldu sinni öruggt húsnæði eða mat á borðið á hverjum degi. Í komandi alþingiskosningum gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa þann flokk sem þeir trúa að með baráttumálum sínum leysi vandamál samfélagsins. Fátæk börn og barnafjölskyldur er vaxandi vandamál á Íslandi. Flokkur fólksins treystir sér til að taka á þessum málum og hefur útskýrt með hvað hætti þeir hyggist gera það fá Flokkurinn brautargengi. Flokkur fólksins er einnig tilbúinn til að vinna með öllum flokkum sem setja velferð almennings í fyrsta sæti. Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi og krefst þess að ekkert íslenskt barn búi við fátækt. Velmegandi þjóð eins og Ísland þar sem lífskjör og hagsæld eru almennt góð á ekki að líða fátækt. Hér eru lýsingar tveggja barna foreldra sem standa efnahagslega höllum fæti: 1. „Ég er leiður því ég get sjaldnast fengið það sama og vinir mínir. Ekki til peningur segir mamma þegar ég spyr hvenær ég fæ nýjasta tölvuleikinn. Kannski í afmælis eða jólagjöf segir pabbi stundum þegar ég spyr hann. Það þýðir lítil að tala um þetta. Verst þykir mér að geta ekki boðið vinum mínum heim. Ég vil ekki að þau sjái að ég á ekki herbergi og hvað er þröngt hjá okkur. Svo ef einhver vinur minn kæmi og yrði svangur þá er oft ekki mikið til í ísskápnum handa honum. En verst er að mamma og pabbi hafa ekki efni á að leyfa mér að fara á íshokkínámskeiðið eins og besti vinur minn fær“. 2. „Við mamma búum í einu litlu herbergi. Mamma og pabbi misstu allt í Hruninu. Við áttum fyrirtæki. Ég veit ekki hvenær við fáum íbúð. Ég hlakka mest til að fá íbúð þar sem ég get farið í sturtu. Við höfum ekkert svoleiðis núna. Ég fer í sturtu í sundi þegar ég þarf að fara í bað. Ég veit það þýðir ekki að kvarta. Það er bara engin peningur til. Ef ég eignaðist pening myndi ég kaupa mér föndurdót. Mér finnst allt í lagi að vera í gömlum fötum úr Rauða Kross búðunum á meðan mér er ekki strítt.“ Fátækt meðal barna á Íslandi á sér margar birtingamyndir. Þegar hugtakið „fátækt“ ber á góma dettur mörgum í hug svelti og jafnvel að viðkomandi búi á götunni. Hugtakið fátækt hefur hins vegar mun víðtækari merkingu en það. Í því felst m.a. að hafa ekki ráð á að veita börnum sínum þau lífsgæði sem vilji stendur til eða eru talin almenn, jafnvel nauðsynleg. Börn einstæðra foreldra og foreldra sem hafa lægstu launin eru líklegust til að vera hluti af þessum hópi. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega, þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Efst á lista er húsaskjól og aðrar grunnþarfir. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti launa láglaunafólks í leigu. Staðan í íslensku samfélagi í dag er sú að það geta ekki allir tryggt fjölskyldu sinni öruggt húsnæði eða mat á borðið á hverjum degi. Í komandi alþingiskosningum gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa þann flokk sem þeir trúa að með baráttumálum sínum leysi vandamál samfélagsins. Fátæk börn og barnafjölskyldur er vaxandi vandamál á Íslandi. Flokkur fólksins treystir sér til að taka á þessum málum og hefur útskýrt með hvað hætti þeir hyggist gera það fá Flokkurinn brautargengi. Flokkur fólksins er einnig tilbúinn til að vinna með öllum flokkum sem setja velferð almennings í fyrsta sæti. Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar