Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. október 2017 06:00 Líkur eru á að Ísland þurfi að kaupa losunarheimildir þegar losunartölur fyrir annað tímabil Kýótó-bókunarinnar liggja fyrir árið 2022. Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Nauðsynlegt er að gera stórátak í endurheimt votlendis til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að mati Árna Bragasonar landgræðslustjóra. „Við erum ennþá að ræsa fram meira votlendi en við erum að endurheimta. Og það er bara öllum skítsama,“ segir Árni.Árni Bragason, landgræðslustjóri.Árni sat 10. umhverfisþing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í gær þar sem Katrín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, greindi frá stöðu Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni. Í minnisblaði stofnunarinnar til ráðuneytisins kemur fram að ef ekki verði dregið verulega úr losun hér á landi á öðru tímabili bókunarinnar, eða á árunum 2013 til 2020, muni hún verða langt umfram úthlutaðar heimildir og bindingareiningar. Umfang áætlaðrar umframlosunar á tímabilinu nemur rúmlega 3.600 kílótonnum (kt) af CO2-ígildum, eða vel yfir 16 prósent af heildarlosun á tímabilinu. Samkvæmt samningi Íslands og ESB hefur Ísland fengið úthlutaðar heimildir fyrir losun 15.327 kt af CO2-ígildum á þessu átta ára tímabili. Á árunum 2013 til 2015 var losun Íslands, mæld samkvæmt samningi við ESB, 8.930 kt. Þetta þýðir að landið hefur losað 53 prósent af heimildum sínum fyrir skuldbindingartímabilið, og það á aðeins þremur árum.Umhverfisstofnun tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Annars vegar er ljóst að mikil fjölgun ferðamanna sem koma til Íslands og hagvöxtur vegna hennar hefur áhrif á losun, t.d. frá samgöngum og í byggingariðnaði. Hins vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Yfir 40 prósent af heildarlosun á Íslandi koma til vegna framræsts votlendis og beitilands sem er illa farið. Aðildarríki Kýótó-bókunarinnar geta talið sér bindingu kolefnis til tekna að einhverju leyti, en að hámarki 1.000 kt á tímabilinu. Árni segir mikilvægt að finna leiðir til að auka vægi þessa þáttar í loftslagsbókhaldi landsins, en í millitíðinni verði engu að síður að einblína á stóru tölurnar en ekki þau 4 prósent sem rekja má til bíla og 12 prósent sem rekja má til iðnaðarframleiðslu, þó svo að minni losun frá þessum geirum sé auðvitað mikilvægt markmið. „Í landgræðslunni erum við með 500 þúsund hektara sem hrópa á aðgerðir og við erum að endurheimta um 16 þúsund hektara á ári,“ segir Árni. „Við erum með innviði til staðar til að gera miklu, miklu meira.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira