Innlent

Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni

Sveinn Arnarsson skrifar
Freyja Haraldsdóttir baráttukona ætlar í mál við Barnaverndarstofu.  Vísir/GVA
Freyja Haraldsdóttir baráttukona ætlar í mál við Barnaverndarstofu. Vísir/GVA
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikil­vægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki.

„Það er algjört grundvallar­atriði að fá úr þessu skorið. Freyja er þarna mikill múrbrjótur að kanna hvernig kerfið bregst við. Ég hef þegar átt símtal við forsætisráðherra vegna málsins og tjáð honum afstöðu okkar í Sjálfsbjörg,“ segir Bergur.

Freyja hefur stefnt ríkinu þar sem hún telur sig ekki fá sömu málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu og ófatlað fólk fær. „Það má ekki vera svo að réttindi fólks séu sett í hendurnar á embættismönnum,“ segir Bergur og bætir því við að fordóma sé enn að finna í kerfinu.

„Hver sem les reglugerð um ættleiðingar sér hvað við eigum langt í land. Það eru enn miklir fordómar innbyggðir í íslenskt regluverk gagnvart fötluðu fólki,“ bætir Bergur Þorri við. 

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.
Ég hef þegar átt símtal við forsætisráðherra vegna málsins og tjáð honum afstöðu okkar í Sjálfsbjörg,“ segir Bergur.

Freyja hefur stefnt ríkinu þar sem hún telur sig ekki fá sömu málsmeðferð hjá Barnaverndarstofu og ófatlað fólk fær. „Það má ekki vera svo að réttindi fólks séu sett í hendurnar á embættismönnum,“ segir Bergur og bætir því við að fordóma sé enn að finna í kerfinu.

„Hver sem les reglugerð um ættleiðingar sér hvað við eigum langt í land. Það eru enn miklir fordómar innbyggðir í íslenskt regluverk gagnvart fötluðu fólki,“ bætir Bergur Þorri við. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×