Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2017 20:30 Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“ Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent