Milljónir tísta frá rússneskum reikningum fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2017 10:28 Twitter bendir á að tístin frá rússnesku reikingunum hafi aðeins verið prósentubrot af öllum tístum sem birtust á miðlinum í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Yfir þrjátíu þúsund Twitter-reikningar sem tengjast Rússlandi dældu út 1,4 milljónum tísta á lokakafla kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum í fyrra. Aðrir notendur Twitter líkuðu við tístin, svöruðu þeim eða deildu 288 milljón sinnum. Fulltrúar Twitter eru sagðir ætla að kynna bandarískri þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum þessar tölur í vikunni. Þær benda til þess að umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna hafi verið mun meiri en stjórnendur Twitter hafa áður viljað láta í veðri vaka. Upphaflega hafði Twitter aðeins sagst hafa fundið rúmlega tvö hundruð reikningar sem tengdust Rússum. Tístin voru send út á tímabilinu 1. september til 15. nóvember í fyrra en forsetakosningarnar fóru fram 8. nóvember. Þau eru sögð hafa verið framleidd sjálfvirkt og tengd kosningunum, að því er segir í frétt Business Insider. Twitter bannaði rússnesku fréttastofunum RT og Spútnik að auglýsa á samfélagsmiðlinum í síðustu viku. Taldi fyrirtækið að fjölmiðlarnir hefðu brotið reglur miðilsins um auglýsingar með efni sem tengdist kosningunum. Fyrr í morgun greindi Vísir frá því að fulltrúar Facebook áætli nú að hátt í helmingur Bandaríkjamanna, um 126 milljónir manna, hafi séð pólitískan eða félagslegan áróður sem rússneskir reikningar dreifðu síðustu tvö árin. Það eru einnig mun meiri umsvif rússneskra útsendara þar en áður hefur komið fram. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Yfir þrjátíu þúsund Twitter-reikningar sem tengjast Rússlandi dældu út 1,4 milljónum tísta á lokakafla kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum í fyrra. Aðrir notendur Twitter líkuðu við tístin, svöruðu þeim eða deildu 288 milljón sinnum. Fulltrúar Twitter eru sagðir ætla að kynna bandarískri þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum þessar tölur í vikunni. Þær benda til þess að umsvif Rússa á samfélagsmiðlinum í aðdraganda kosninganna hafi verið mun meiri en stjórnendur Twitter hafa áður viljað láta í veðri vaka. Upphaflega hafði Twitter aðeins sagst hafa fundið rúmlega tvö hundruð reikningar sem tengdust Rússum. Tístin voru send út á tímabilinu 1. september til 15. nóvember í fyrra en forsetakosningarnar fóru fram 8. nóvember. Þau eru sögð hafa verið framleidd sjálfvirkt og tengd kosningunum, að því er segir í frétt Business Insider. Twitter bannaði rússnesku fréttastofunum RT og Spútnik að auglýsa á samfélagsmiðlinum í síðustu viku. Taldi fyrirtækið að fjölmiðlarnir hefðu brotið reglur miðilsins um auglýsingar með efni sem tengdist kosningunum. Fyrr í morgun greindi Vísir frá því að fulltrúar Facebook áætli nú að hátt í helmingur Bandaríkjamanna, um 126 milljónir manna, hafi séð pólitískan eða félagslegan áróður sem rússneskir reikningar dreifðu síðustu tvö árin. Það eru einnig mun meiri umsvif rússneskra útsendara þar en áður hefur komið fram.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira