Innlent

Steingrímur er starfsforseti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur hefur mikla reynslu úr þinginu.
Steingrímur hefur mikla reynslu úr þinginu. vísir/stefán
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, hefur tekið við starfi forseta Alþingis. Hann verður starfsforseti þangað til Alþingi kemur saman.

Steingrímur er ágætlega kunnugur starfinu. Hann var kosinn forseti þegar Alþingi kom saman eftir kosningar í fyrra. Hann gegndi starfinu þangað til ný ríkisstjórn tók við og Unnur Brá Konráðsdóttir tók við stöðu forseta þingsins. Síðan þá hefur hann setið í forsætisnefnd, sem 1. varaforseti. „Ég þekki allar vinnurútínur hér og kann þetta ágætlega held ég.“

Sem starfsforseti mun Steingrímur sinna skyldum á erlendri grund. Hann byrjar strax í dag þegar hann flýgur á fund fulltrúa þjóðþinga Norðurlandanna og sjálfsstjórnarsvæðanna sem er settur upp í tengslum við Norðurlandaráðsþingið sem nú fer fram í Helsinki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×