Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2017 06:00 Paul Manafort, ákærður fyrir samsæri gegn föðurlandinu. vísir/afp Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var í gær ákærður fyrir tólf glæpi. Um er að ræða samsæri gegn Bandaríkjunum, samsæri um peningaþvætti, óskráð starf fyrir erlenda aðila og falsaðar og misvísandi skýrslur um slík störf. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa í sjögang ekki skilað gögnum um erlenda bankareikninga. Rick Gates, fyrrverandi viðskiptafélagi Manaforts, er ákærður fyrir slíkt hið sama. Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem fer fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum síðasta árs og tengslum rússneskra yfirvalda við framboð Trumps, fór fram á ákæruna. Ákæran tengist starfi Manaforts og Gates fyrir Viktor Janúkóvits, fyrrverandi Úkraínuforseta, og störfum fyrir yfirvöld í Rússlandi. Kosningastjórinn hefur áður neitað því að hafa brotið lög í vinnu sinni fyrir Janúkóvits og hefur einnig neitað því að hafa hjálpað Rússum þar í landi við afskipti þeirra af bandarísku forsetakosningunum. Þá eru fjármál þeirra Gates og Manaforts einnig til umfjöllunar í ákærunni og kemur fram að Gates hafi aðstoðað Manafort við að þvo átján milljónir dala sem og að Manafort hafi sótt 75 milljónir dala í aflandsfélög. Rannsókn Muellers hefur að miklu leyti beinst að Manafort, að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá. Ákærurnar eru þær fyrstu sem tengjast Rússarannsókn Muellers en áður hafði Alríkislögreglan fengið heimild til að gera húsleit á heimili Manaforts í Virginíu. Voru þar skjöl sem tengjast fjármálum Manaforts gerð upptæk. Úkraínuár Manaforts eru til umfjöllunar í ítarlegri umfjöllun sem Bloomberg birti í gær. Þar kemur fram að árið 2013 hafi fyrrverandi þingmaðurinn Jim Slattery ferðast til landsins til að biðja Janúkóvits um að sleppa stjórnarandstæðingnum Júlíu Tímósjenkó úr fangelsi. Á bak við tjöldin hafi Manafort hins vegar unnið með Janúkóvits að því að verja afstöðu Úkraínuforseta. Þá greinir Bloomberg einnig frá því að Manafort hafi hagnast um milljónir dala á því að stuðla að því að Úkraínumenn tækju upp og framfylgdu stefnu sem þóknaðist yfirvöldum í Rússlandi. Hann hafi hjálpað Rússum við að koma manni á þeirra bandi til valda í Úkraínu. Enginn annar úr innsta hring framboðs Trump hefur hagnast nærri því jafn mikið á tengslum við Rússa og Manafort. Jason Maloni, talsmaður Manaforts, hefur áður neitað því að Manafort hafi hjálpað Rússum. Hann hafi alltaf einblínt á úkraínsk innanríkismál og í raun fært Úkraínu nær vestrinu og fjær Rússum. George Papadopolous, sem var utanríkismálaráðgjafi framboðs Trumps, var einnig ákærður en ákæran var birt í gær. Hefur hann játað að hafa sagt Alríkislögreglunni ósatt og með því framið meinsæri. Donald Trump tjáði sig um ákærurnar á Twitter í gær. „Afsakið, en þetta er margra ára gamalt mál frá því áður en Paul Manafort var hluti af Trump-framboðinu. Af hverju eru spillta Hillary og Demókratarnir ekki aðalmálið hérna?????“ tísti forsetinn. Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, nýtti tækifærið í gær og kallaði enn á ný eftir óháðri rannsóknarnefnd líkt og þeirri sem rannsakaði Watergate-hneyksli Nixon-stjórnarinnar. Sagði hún að þrátt fyrir árangur Muellers væri þörf á óháðri nefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við Trump-framboðið.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Í beinni: Ráðgjafi framboðs Trump laug að FBI um samskipti við Rússa Fylgstu með stórtíðindum í rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í beinni textalýsingu á Vísi. 30. október 2017 14:34
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent