Telja réttast að Katrín fái umboðið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 15:50 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata. Vísir/Anton Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ígildi formanns Pírata, við blaðamenn að loknum fundi sínum með forseta Íslands rétt í þessu. „Staðan núna er að við höfum fullan hug á því að taka ábyrgð og taka þátt í að mynd hér starfhæfa ríkisstjórn. Ég ræddi það við Guðna að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum í þeim efnum,“ sagði Þórhildur Sunna. „Okkur finnst viðbúið að þegar stjórnin kolfellur eins og hún gerir núna og ríkisstjórnin missir meirihluta sinn og stjórnarandstaðan fær þann meirihluta í sínar hendur að við byrjum þar.“ Aðspurð um óvæntan fund fráfarandi stjórnarandstöðunnar í morgun segir Þórhildur Sunna að þar hafi fólk verið að kanna möguleika á samstarfi og að fundurinn hafi gengið ágætlega. „Við höfum hug á að tala áfram saman, það er það mesta sem ég get sagt um það núna.“Hún segir að flokkarnir þurfi að vinna hratt en að þeir þurfi samt sem áður næði til að ræða saman. Um sé að ræða ólíka flokka á marga vegu en að þó sé til staðar grundvöllur til viðræðna. Hversu slæmt er það hversu tæpur þessi meirihluti er? Myndir þú segja að það væri hindrun? Telur þú að það þurfi að bæta einum flokki við? „Ég myndi ekki kalla að hindrun, ég myndi frekar kalla það ákall á meiri samvinnu og að styrkja þingið og styrkja stofnanir þingsins.“Þórhildur Sunna á fundi forseta í dag.Vísir/AntonSamstarf við Sigmund ekki fyrsti kostur Hún sé að þrátt fyrir að sömu flokkar hafi reynt viðræður ásamt Viðreisn fyrir ári síðan sé staðan allt önnur núna. „Ég held að nú sé komin meiri reynsla okkar á milli, viðhöfum kynnst í samstarfi og það hefur gengið vel.“ Aðspurð segir Þórhildur Sunna að samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Flokki fólksins sé ekki útilokað en það sé ekki hennar fyrsti kostur. Ljóst sé að fjöldi flokka á þingi geri það að verkum að fólk þurfi að vinna meira saman. „Ég sagði forseta að mér fyndist eðlilegt að Katrín fengi umboðið. Ég legg ekki mat á það hversu langan tíma hann tekur sér í það, en mér finnst eðlilegast að katrín fái umboðið og taki okkur með í stjórnarmyndunarviðræður.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45