Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 13:47 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar Vísir/Anton Brink Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna - Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og Pírata - áttu „stuttan og óformlegan“ fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. Logi var fjórði í röðinni á fund formanna stjórnmálaflokkanna með forseta Íslands í dag. „Við erum sammála um að það skiptir máli að allir nálgist þetta eins lausnamiðað og þeir geta núna og við tökum okkur góðan tíma, en ekki of langan tíma, til að búa til stjórn, hverjir sem munu gera það,“ sagði Logi á Bessastöðum. Aðspurður um hvernig honum lítist á hugmynd Katrínar Jakobsdóttur um ríkisstjórn stjórnarandstöðuflokkanna segir Logi að honum lítist ágætlega á það. „Ég held að það sé í rauninni nokkuð rökrétt framhald af kosningunum. Ríkisstjórnin fellur og það verður stjórnarandstaðan sem hefur meirihluta upp á einn mann. Ég held að það sé alveg grunnur til að byggja á. Hann er auðvitað tæpur og það má alveg hugsa sér aðra útfærslu.“Logi virtist hinn afslappaðasti á fundi sínum með forsetanum.Vísir/Anton BrinkHittust fyrir tilviljun og spjölluðu saman Logi segir að honum finnist rökrétt að Katrín Jakobsdóttir fái umboð til stjórnarmyndunar ef hún sækist eftir því og að hann hafi tjáð forsetanum það. Aðspurður um álit á ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknar um að þarft sé að mynda ríkisstjórn með breiðri skírskotun til hægri og vinstri, segir Logi að hann líti svo á að ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar nái því. „Það getur vel verið að það megi til sanns færa að ástandið í dag krefjist þess að þetta sé breið stjórn og þess vegna finnst mér þessi möguleiki einmitt koma til greina. Það er hægt að breikka þetta með „variöntum“ hvort sem það sé innan stjórnar eða með verkaskiptingu á þinginu. á endanum held ég að Katrín sé ágætlega til þess fallin núna að leiða fólk saman og reyna að búa til svoleiðis stjórn.Hefur þú fengið símtal frá Bjarna Benediktssyni? „Nei hann hefur aldrei hringt í mig á ævinni.“ Logi segist ekki hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokksins vegna þess að það sé Sjálfstæðisflokkurinn heldur vegna þess að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. „Ég tala við alla og ég get unnið með flestum en á endanum snýst þetta um hvernig samfélag fólk vill byggja.“Hann segist sammála því að mikilvægt er að fólk taki sér smá tíma til stjórnarmyndunarviðræðna en að það verði að taka styttri tíma nú heldur en eftir síðustu alþingiskosningar. Þá sagði hann frá því að formenn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, sem Katrín Jakobsdóttir vill leiða í ríkisstjórn, hafi hist fyrir tilviljun á húsakynnum Alþingis í morgun og átt stuttan óformlegan fund. „Jú við hittumst þarna, það vildi þannig til að við hittumst og spjölluðum óformlega. Á vinnustað okkar.“Fóruð þið fjögur inni í herbergi og rædduð saman? „Já, það hefði verið mjög skringilegt samtal ef við hefðum við verið í sitthvoru samtalinu.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45