Bjarni segir það samningsatriði hvort hann eða Katrín leiði stjórnarmyndunarviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 18:30 Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Það ræðst sennilega á næsta sólarhringnum eða tveimur hvort farið verði í formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það samningsatriði hver myndi leiða slíkar viðræður. Samkvæmt okkar heimildum kæmi samstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks ekki til greina að hálfu Vinstri grænna án þess að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra. Þá er enn þrýst á að Samfylkingin komi inn í þetta samstarf. Þar á bæ eru menn hins vegar í besta falli tvístígandi og jafnvel mjög andsnúnir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni yrði heldur ekki tekið fagnandi að hálfu margra Sjálfstæðismanna samkæmt heimildum fréttastofu. Viðræður leiðtoga Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eru aftur sagðar komnar það langt að Samfylkingin hefði ekki langan tíma til að gera upp hug sinn. Forseti Íslands hefur gefið flokkunum svigrúm fráþvíá mánudag til aðþreifa sig áfram, enda er vilji leiðtoga tveggja þeirra flokka sem nú ræða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn skýr íþeim efnum. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ Sagði Katrín seinnipartinn í gær og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tók í svipaðan streng. „Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ sagði Sigurður Ingi.Staða Katrínar sterkÞá er ljóst að staða Katrínar er sterk þegar kemur að kröfunni um forsætisráðuneytið þar sem formaður Framsóknarflokksins hefur stutt að hún leiddi áfram stjórnarmyndunarviðræður eftir að það slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fjögurra á mánudag, eins og hann ítrekaði í Harmageddon á X-inu í dag. „Ég var búinn að segja það opinberlega áður, þegar við slitum þessu, að þá hvatti ég Katrínu til að fara til forsetans og halda áfram umboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn inn í viðræðurnar,“ sagði Sigurður Ingi. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reiðibúinn að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á stjórnarmyndun.Er ágreiningur kannski á milli ykkar Katrínar um hver myndi leiða slíkar viðræður?„Ég held að það sé ekki hægt að segja að við séum komin á þann stað að það sé farið að vera sérstakur ásteitingarsteinn. En það er bara samningsatriði,“ sagði Bjarni seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga varðandi helstu málefnaáherslur langt komnar. Það eru því miklar líkur á að á morgun eða laugardag muni forseti Íslands veita henni umboð til að hefja formlegar viðræður flokkanna þriggja um myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira