Fjárfestar að missa þolinmæðina gagnvart Snapchat Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 13:22 Fyrirtækið tapaði rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna. Vísir/Getty Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Fyrirtækið Snap Inc. birti í gær þriðja ársfjórðungsuppgjör sitt og olli það verulegum vonbrigðum meðal fjárfesta. Það var líka í þriðja sinn sem hlutabréf fyrirtækisins lækka mikið í verði vegna þess að tekjur Snapchat, dótturfélags Snap Inc, þykja ekki nægar og hið sama er að segja um aukningu notenda.Samkvæmt frétt BBC tapaði fyrirtækið rúmlega 400 milljónum dala, eða rúmum 42 milljörðum króna.Vegna uppgjörsins ætla starfsmenn Snapchat að gera umfangsmiklar breytingar á samfélagsmiðlinum sem ætlað er að gera notkun forritsins auðveldari.Auðvelda notkun Snapchat Í tilkynningu til fjárfesta sagði Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snap, að starfsmenn fyrirtækisins hefðu lengi vitað af því að notendur ættu erfitt með að skilja Snapchat og það reyndist mörgum erfitt að nota það. Verið sé að bregðast við því.Spiegel sagði þó einnig að miklar líkur séu á því að breytingarnar muni koma niður á rekstri Snapchat, til skamms tíma, og ómögulegt sé að segja til um hvernig þeir muni bregðast við. Blaðamaður Bloomberg er stóryrt en hún byrjar grein sína á þeim orðum að átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað sé fyrirtækið „hörmung“ og svo virðist sem að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki trú á þeirri stefnu sem þeir hafi lagt.178 milljónir notendaÞrátt fyrir að tekjur Snapchat hafi aukist hratt frá því að fyrirtækið hóf að selja auglýsingar fyrir þremur árum sé það langt frá því að vera nóg. Bloomberg bendir einnig á að í uppgjöri Snapchat komi fram að fyrirtækið hagnist að meðaltali um 1,17 dali daglega fyrir hvern af þeim 178 milljónum sem nota samfélagsmiðilinn á degi hverjum. Facebook hagnast um 5,07 dali daglega fyrir hvern notenda, miðað við þriðja árfjórðungsuppgjör fyrirtækisins.Munurinn þar á milli er þó til marks að Snapchat er ungt fyrirtæki og vaxtarmöguleikarnir gætu verið miklir ef haldið verði rétt á spöðunum. Nú í dag keypti kínverska fyrirtækið Tencent Holdings Ltd. tíu prósent í Snap Inc. Tencent á tvo samfélagsmiðla í Kína, WeChat og QQ, sem tæplega milljarður manna notar daglega. Fyrirtækið á einnig Ali Baba. Forsvarsmenn Snap Inc segjast geta lært mikið af reynslu Tencent varðandi tekjuöflun.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira