Erlent

Frakkar draga í land varðandi nýtingu kjarnorku

Atli Ísleifsson skrifar
Nicolas Hulot er umhverfisráðherra Frakklands.
Nicolas Hulot er umhverfisráðherra Frakklands. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Frakklands telur ólíklegt að Frökkum muni takast að ná markmiðum fyrri ríkisstjórnar um að draga úr hlutfalli kjarnorku í raforkuframleiðslu sinni um 50 prósent fram til ársins 2025.

Umhverfisráðherrann Nicolas Hulot segir að það verði erfitt að standa við tímaáætlunina án þess að snúa aftur til aukinnar nýtingar jarðefnaeldsneytis.

Ríkisstjórn sósíalistans Francois Hollande, fyrrverandi Frakklandsforseta, samþykkti tímaáætlunina fyrir tveimur árum. Segir Holot að það muni bitna á aðgerðum Frakklandsstjórnar í loftslagsmálum ef ætlunin sé að standa við áætlun fyrri stjórnar, þar sem það fresta fyrirhuguðum lokunum á kolaverum.

Hulot segir að það komi til með að taka tíma þar til að hægt sé að koma með raunhæfa dagsetningu varðandi hvenær hægt verði að draga úr nýtingu kjarnorkunnar um fimmtíu prósent, en að það kunni að nást á árunum 2030 til 2035.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×