Vakningarorð á eineltisdegi! Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir og Ögmundur Jónasson skrifar 8. nóvember 2017 10:37 Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einleti. Tildrög þessa er samstarf sem við undirrituð áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Einelti getur verið banvænt Talsvert vatn er til sjávar runnið frá þessum tíma og sumt hefur færst til betri vegar. Alla vega er vitundin um vandann almennari en áður var. Þar vegur þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Því það er ekki nóg með að einelti meiði, það getur líka verið banvænt. Það kostar átak að stíga fram og krefst mikils hugrekkis sem seint verður fullþakkað.Allir líti í eigin barm En hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og jafnvel þegar það má öllum vera augljóst og sýnilegt er það látið viðgangast. Staðreyndin er augljóslega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einleti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Væri öllum hlutaðeigandi hollt að líta í eigin barm og spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndirnar hins vegar. Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu á þessum degi en 8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einleti. Tildrög þessa er samstarf sem við undirrituð áttum á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra en hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn einelti, þar á meðal að komið yrði á markvissu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðshópur varð til og síðar var fagráð sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar.Einelti getur verið banvænt Talsvert vatn er til sjávar runnið frá þessum tíma og sumt hefur færst til betri vegar. Alla vega er vitundin um vandann almennari en áður var. Þar vegur þyngst framlag þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni. Slíkar frásagnir hafa hreyft við mörgum og eflaust forðað einhverjum einstaklingum frá illum örlögum. Því það er ekki nóg með að einelti meiði, það getur líka verið banvænt. Það kostar átak að stíga fram og krefst mikils hugrekkis sem seint verður fullþakkað.Allir líti í eigin barm En hvað sem allri vitundarvakningu líður þrífst eineltið og jafnvel þegar það má öllum vera augljóst og sýnilegt er það látið viðgangast. Staðreyndin er augljóslega sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrirtæki ráða illa við einelti og kynferðisofbeldi. Stundum er neitað að ræða vandann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál". Síðan er það sorgleg staðreynd að sumar stofnanir og fyrirtæki sem segjast vilja uppræta einleti og hafa í hávegum tal um "mannauð" og virðingu fyrir honum, sýna síðan hið gagnstæða þegar á hólminn kemur, stundum með andvarleysi og jafnvel í sumum tilvikum með framkomu í garð einstaklinga sem varla verður flokkuð öðru vísi en sem einlelti. Væri öllum hlutaðeigandi hollt að líta í eigin barm og spyrja á gagnrýninn hátt hvort saman fari fögur orð og fyrirheit annars vegar og efndirnar hins vegar. Hringjum bjöllum og þeytum horn! Eineltisdagurinn er hugsaður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vilja ljá þessari mannréttindabaráttu stuðning hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur og horn á slaginu klukkan 13:00 og á næstu sjö mínútum, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Þau sem eru feimin við að liggja á flautunum eða klingja bjöllum svo lengi, gætu byrjað styttra og bætt síðan í á komandi árum. Því hvort tveggja mun að öllum líkindum ganga eftir, að einelti og kynferðisáreiti mun ekki hafa verið útrýmt á sama tíma að ári og svo hitt að þá verður aftur minnt á þennan dag og safnað liði um að vekja á honum athygli með hornablæstri og bjölluhljómi.Stuðningur við fórnarlömb Með þessu móti sýnum við táknrænan stuðning við fórnarlömb eineltis og kynferðisofbeldis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Með þessu móti minnumst við einnig þeirra fjölmörgu sem svipt hafa sig lífi vegna eineltis. Mikilvægt er að enginn standi þögull hjá. Reynum þvert á móti að hafa góð áhrif á umhverfi okkar nær og fjær, ekki síst það sem stendur okkur næst. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöðugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt í dag. Vekjum samfélagið, vöknum sjálf.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun