Erlent

Breskur ráðherra í vanda í kjölfar leynifunda

Atli Ísleifsson skrifar
Priti Patel tók við emætti ráðherra þróunarmála sumarið 2016.
Priti Patel tók við emætti ráðherra þróunarmála sumarið 2016. Vísir/AFP
Priti Patel, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, er í vandræðum og er óvíst um framtíð hennar innan bresku ríkisstjórnarinnar eftir að upp komst að hún hafi átt leynifundi með háttsettum stjórnmálamönnum og fulltrúum stofnana í Ísrael. Fundina átti hún þegar hún var í fríi í landinu.

Patel bað í gær Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, afsökunar á að hún hafi ekki greint utanríkisráðuneyti landsins frá fundunum sem hún átti í ágúst síðastliðinn. Patel átti meðal annars fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.

Patel lét May jafnframt vita af því að hún hafi ekki átt fleiri viðlíka fundi. The Sun greinir þó frá því í dag að Patel hafi einnig átt fundi með ísraelskum stjórnmálamönnum í New York og London sem ekki hafi verið tilkynntir til forsætisráðherrans.

May hefur enn ekki tjáð sig um málið en í morgun var Patel boðuð á fund May. Patel hefur verið í Afríku síðustu daga en er nú aftur á leið til Bretlands og eru nú rætt um það að May íhugi að víkja Patel úr ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×