Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Repúblikaninn Ed Gillespie sækist eftir að verða ríkisstjóri í Virginíu. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira