Katrín skilaði umboðinu: „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 17:36 Katrín ræddi við fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Vísir/Anton Brink Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á Bessastöðum rétt í þessu. Þar lagði hún til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnunum frekari svigrúm til að ræða saman áfram. Það mun svo koma í ljós hvað forsetinn gerir. „Ég gekk á fund forsetans og upplýsti um auðvitað um endalok viðræðna okkar Framsóknarflokk, Samfylkingar og Pírata. Við fórum aðeins yfir það og ég gat líka upplýst hann um það að ég hef síðan á hádegi ekki neinn starfhæfan meirihluta á bakvið mig. Þannig að ég taldi rétt, og sagði honum það, að skila umboðinu.“ Hún óskar eftir svigrúmi til þess að eiga frekari samtöl áður en Guðni felur öðrum umboðið. „Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, við fulltrúa annarra flokka, þá hefði ég talið eðlilegt að gefa okkur aftur ákveðið svigrúm áður en ákveðið verður að veita umboðið að nýju. Það er mín skoðun og það mun forsetinn núna fara yfir.“ Hún sagði að Guðni myndi nú líklega tala við aðra formenn. Hún ræddi í dag við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir formann Viðreisnar en sagði þó að hún stefndi ekki á að mynda annan 32 manna meirihluta. Hún ræddi ekki við flokk fólksins í dag. „Það hefur ekki verið talið vænlegt, allavega ekki af okkar hálfu, í Vinstri grænum. Þá ertu kominn með fimm flokka við borðið.“Katrín ítrekaði það hversu flókin staðan sé í ljósi úrslita kosninganna. „Mér finnst hins vegar þessar viðræður sem hafa staðið yfir núna verið góðar og heiðarlegar“ Katrín sagði meðal annars að Framsókn hafi tekið þátt um umræðunum af heilum hug, hún hafi viljað láta á þetta reyna því það væri einfaldara að hafa fjóra flokka heldur en sex ef samhljómur næðist. Vonar hún enn að Vinstri græn geti myndað starfhæfa ríkisstjórn með öðrum flokkum, eftir frekari samtöl. Hún segist nú horfa á þá möguleika sem séu í boði og útiloka engan flokk. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52
Bein útsending: Katrín fer á fund forseta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 6. nóvember 2017 15:45