Stjórnendur björgunarsveita setja öryggi fólks í forgang Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 21:54 Björgunarsveitin hefur átt í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Björgunarsveitir sem kallaðar hafa verið út á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa sinnt yfir þrjú hundruð verkefnum sem hafa komið upp vegna óveðursins. Þetta segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að störfum og reyna eins og frekast er unnt að takmarka tjón. Jónas segir að verkefnin hafi verið allumfangsmikil miðað við óveður. Spurður út í helstu verkefni segir Jónas: „Það er ánægjulegt að trampólínin virðast vera hlutfallslega færri en vanalega en annars er þetta ósköp hefðbundið, þetta eru þök, þakkantar sem eru að fara, það eru að springa út útidyrahurðir og bílskúrshurðir, hjólhýsi að fjúka, auglýsingaskilti og rúður að springa út og svo framvegis.“Öryggi fólks númer eitt Í samtali við Vísi sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarhópi á höfuðborgarsvæðinu vegna óveðursins, að frágangi verktaka hafi verið mjög ábótavant. Jónas tekur undir með Ásgeiri en segist ekki getað slegið því föstu að það sé meira um slæman frágang nú en áður. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé meira en vanalega en það er náttúrulega meira af framkvæmdum núna en það er alveg ljóst að margir mega huga betur að frágangi. Þetta er hreinlega stórhættulegt stundum að fara inn á þessi svæði.“ Jónas segir að í einstaka tilfellum hafi stjórnendur hópa björgunarsveitanna þurft að hverfa frá byggingarsvæðunum því það hafi reynst of hættulegt að aðhafast þar. „En það er bara eins og við viljum vinna. Við viljum öryggi fólks númer eitt og ákvarðanir eru teknar samkvæmt því,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30