Áhrif samfélagsmiðla á lýðræðið Erla Ýr Gylfadóttir skrifar 6. nóvember 2017 11:00 Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Kosningar til Alþingis eru nú nýafstaðnar og sveitastjórnarkosningar eru á næsta ári. Þá er tímabært að skoða hvernig almenningur mótar sér skoðanir í aðdraganda kosninga. Allskyns upplýsingum og áróðri var dreift nafnlaust með það að markmiði að hafa áhrif á kjósendur. Þá sáu margir Íslendingar áminningu í fréttaveitu sinni á Facebook að það væri kjördagur á Íslandi. Áminningin birtist þó ekki í fréttaveitum allra kjósenda. Notendur eru misvirkir á Facebook og nota yngri kjósendur gjarnan aðra samfélagsmiðla frekar. Það er áhugavert að skoða áminninguna í samhengi við rannsókn sem gerð var árið 2010 í Bandaríkjunum. Þá gerði Facebook rannsókn á áhrifum þess að minna notendur sína á kosningarnar í fréttaveitu sinni. Facebook sendi 60 milljónum kosningabærra Bandaríkjamanna áminningu um kosningarnar. Niðurstöður voru þær að kjósendur sem fengu áminningu í fréttaveitunni voru 0,14% líklegri til að kjósa en aðrir notendur. Segja má að 0,14% sé ekki há tala. En ef talan er sett í samhengi þá munaði einungis 537 atkvæðum á forsetaframbjóðendunum Gore og Bush í Flórída fylki árið 2000 þegar Bush var kjörinn forseti. Hér á Íslandi geta aðeins nokkur atkvæði skipt sköpum vegna fámennisins. Niðurstöðurnar þykja athyglisverðar, enda sýna þær mátt Facebook og hvernig einföld áminning getur haft áhrif á kosningaþátttöku. Ef vald samfélagsmiðils er svo mikið hlýtur að þurfa að skoða hvaða hópar eru líklegri til að nota Facebook að staðaldri og fá slíka áminningu á kjördag. Það skiptir verulegu máli. Auðvitað er það jákvætt að notaðar séu margvíslegar leiðir til að auka kosningaþátttöku og til að miðla upplýsingum svo að kjósendur geti gert upp hug sinn. En rannsóknir sýna að ómerkt skilaboð og áróður sem miðlað er til fólks getur verið skaðlegur. Það er líka ógagnsætt hvernig samfélagsmiðlar forgangsraða efni og auglýsingum í fréttaveitum notenda. Samfélagsmiðlar líkt og fjölmiðlar hafa mikið vald. Það er kominn tími til ræða af alvöru hlutverk og skyldur þeirra í aðdraganda kosninga.Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar