Trump heitir því að verja frelsið við upphaf Asíureisu Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 10:03 Trump ávarpaði bandaríska og japanska hermenn í herstöð í Japan. Vísir/AFP Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Bandaríkin munu ekki leyfa „einræðisherrum“ að grafa undan staðfestu sinni. Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti við bandaríska og japanska hermenn í Japan við upphaf tæplega tveggja vikna ferðalags um Asíu. Hét hann því að verja frelsið. Orð Trump vísuðu til Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, en undir stjórn hans hafa Norður-Kóreumenn gert ítrekaðar tilraunir með kjarnorkuvopn og eldflaugar. Trump hefur hótað því að gereyða landinu ógni það Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra. Bandaríkjaforseti hóf tólf daga ferðalag sitt í Japan í dag. Hann byrjaði á að hitta hundruð hermanna í Yokota-herstöðinni vestur af Tókýó og sagði þeim að ekki hefði farið vel fyrir ríkjum sem hefðu ögrað Bandaríkjunum. „Enginn einræðisherra, engin stjórnvöld, engin þjóð ætti nokkru sinni að vanmeta staðfestu Bandaríkjanna. Stöku sinnum, í fortíðinni, hafa þau vanmetið okkur. Það var ekki mjög ánægjulegt fyrir þau, var það?“ sagði Trump við hermennina.Trump lék golf með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, og atvinnukylfingnum Hideki Matsuyama.Vísir/AFPBýst við því að funda með PútínReuters-fréttastofan segir að Trump ætli að leggja áherslu á við bandalagsríkin í Asíu að tíminn til að eiga við Norður-Kóreu sé að renna út. „Við munum aldrei gefa eftir, aldrei láta undan og aldrei bregðast í að verja frelsi okkar,“ sagði Bandaríkjaforseti við hermennina. Til stendur að Trump hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í ferðinni. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég held að það það sé búist við því að við hittum Pútín, já. Við viljum hjálp Pútín með Norður-Kóreu og við munum hitta marga leiðtoga,“ sagði Trump við blaðamenn í forsetaflugvélinni á leiðinni til Japans, að sögn Politico.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lengsta Asíuför Bandaríkjaforseta í aldarfjórðung Japan, Suður-Kórea, Kína, Víetnam og Filippeyjar eru áfangastaðir Donalds Trump næstu tólf dagana. 4. nóvember 2017 10:25