Innlent

Maður fékk aðsvif yfir kvikmynd þar sem kona fæddi barn

Kjartan Kjartansson skrifar
Í dagbók lögreglu kemur fram að liðið hafi yfir manninn yfir kvikmynd þar sem kona var sýnd fæða barn.
Í dagbók lögreglu kemur fram að liðið hafi yfir manninn yfir kvikmynd þar sem kona var sýnd fæða barn. Vísir/Vilhelm
Lögregla og sjúkrabíll var kallaður til í kvikmyndahús í miðborginni í gærkvöldi til að aðstoða mann sem hafði fengið aðsvif. Samkvæmt dagbók lögreglu leið yfir manninn þegar hann horfði á mynd þar sem kona var að fæða barn.

Þegar lögreglumenn og sjúkraliðar komu á vettvang hafði maðurinn jafnað sig að mestu.

Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fullar í nótt en rúmlega tuttugu manns gistu þær af ýmsum ástæðum.

Fjórir menn voru handteknir í Hafnarfirði klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt og eru þeir grunaðir um meiriháttar líkamsárás. Þeir gistu fangageymslur vegna rannsóknar málsins.

Í gærkvöldi var maður handtekinn fyrir að ráðast á starfsmann verslunar í Breiðholti. Starfsmaðurinn hafði haft afskipti af manninum þar sem hann var að stela úr versluninni. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslum.

Í miðborginni voru tveir menn handteknir fyrir líkamsárásir í nótt. Annar þeirra er sakaður um að hafa kastað glasi í höfuð annars manns í tvígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×