Leiðinda vetrarveður og óvenju hvasst Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 23:15 Óvenju hvasst verður á morgun og er búist við að hviður geti farið upp í 28 metra á sekúndu. Veðurstofan Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum ef það hefur hugsað sér að ferðast á milli landshluta á morgun. Óvenju hvasst verður og er búist við að hviður geti farið upp í 28 metra á sekúndu. Búist er við suðaustanstormi og hefur Veðurstofan gefið út veðurviðvörun fyrir landið allt, appelsínugula á suðvestanverðu landinu og hálendinu og gula annars staðar á landinu. Appelsínugul viðvörun er vísbending um veður sem líklegt er til að valda umtalsverðum truflunum á samgöngum á fjölförnustu svæðum eða heilum landshlutum. Oft getur viðvörunin leitt til fyrirbyggjandi lokana af hálfu Vegagerðarinnar. Vegfarendur skuli huga mjög vel að aðstæðum og öryggi sínu. Gul viðvörun gefur til kynna veður sem er nokkuð algengt en getur þó á einhvern hátt sett strik í reikning vegfaranda eða að það þurfi að sýna sérstaka aðgát.Einhverjar líkur á truflunum á samgöngum „Efri byggðir höfuðborgarsvæðisins og Kjalarnes munu finna mest fyrir veðrinu eins og stendur. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum. Þetta byrjar sem einhver snjókoma en svo fer þetta yfir í rigningu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Þegar þetta er orðið appelsínugult þá eru líkur á að einhverjar truflanir verði á samgöngum, innanlandsflugi og slíkt. Það verða kannski einhverjar lokanir á morgun á vegunum hér í kring, á Kjalarnesi og Hellisheiði gæti verið lokað.“ Þorsteinn bendir fólki á að fylgjast vel með viðvörunum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar á morgun. „Þetta er svona leiðinda vetrarveður en óvenjulega hvasst samt líka, það fer upp í 28 metra á sekúndu hérna við suður- og vesturströndina.“ Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspám og viðvörunum ef það hefur hugsað sér að ferðast á milli landshluta á morgun. Óvenju hvasst verður og er búist við að hviður geti farið upp í 28 metra á sekúndu. Búist er við suðaustanstormi og hefur Veðurstofan gefið út veðurviðvörun fyrir landið allt, appelsínugula á suðvestanverðu landinu og hálendinu og gula annars staðar á landinu. Appelsínugul viðvörun er vísbending um veður sem líklegt er til að valda umtalsverðum truflunum á samgöngum á fjölförnustu svæðum eða heilum landshlutum. Oft getur viðvörunin leitt til fyrirbyggjandi lokana af hálfu Vegagerðarinnar. Vegfarendur skuli huga mjög vel að aðstæðum og öryggi sínu. Gul viðvörun gefur til kynna veður sem er nokkuð algengt en getur þó á einhvern hátt sett strik í reikning vegfaranda eða að það þurfi að sýna sérstaka aðgát.Einhverjar líkur á truflunum á samgöngum „Efri byggðir höfuðborgarsvæðisins og Kjalarnes munu finna mest fyrir veðrinu eins og stendur. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum. Þetta byrjar sem einhver snjókoma en svo fer þetta yfir í rigningu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Þegar þetta er orðið appelsínugult þá eru líkur á að einhverjar truflanir verði á samgöngum, innanlandsflugi og slíkt. Það verða kannski einhverjar lokanir á morgun á vegunum hér í kring, á Kjalarnesi og Hellisheiði gæti verið lokað.“ Þorsteinn bendir fólki á að fylgjast vel með viðvörunum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar á morgun. „Þetta er svona leiðinda vetrarveður en óvenjulega hvasst samt líka, það fer upp í 28 metra á sekúndu hérna við suður- og vesturströndina.“
Veður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira