„Við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 17:56 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vísir/Ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn muni vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur. Hún segir flokkinn líklega geta stutt ýmis mál ríkisstjórnar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks og Pírata ef flokkarnir ná saman um stjórnarsáttmála. Hún segist einnig vona að ríkisstjórnin styðji jafnframt einhver mál stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún segir að það sé frekar Framsóknarflokkurinn en Píratar sem skapi óvissu í viðræðum flokkanna fjögurra sem nú standa yfir. „Þetta er fólk sem er búið að vera á þingi. Það nálgast kannski hlutina með öðrum hætti og það er eitthvað sem við eigum líka svolítið að taka upp og skoða og hlusta. Margt sem Píratar hafa lagt fram sem mér finnst til fyrirmyndar. Ég hef ekki áhyggjur endilega af pírötum í þessari breytu það væri miklu frekar að ég hefði ákveðnar áhyggjur með Framsóknarflokkinn, að hann gangi ekki alveg heill inn í þetta starf,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég vona nú að það verði ekki þannig að þessi ríkisstjórn verði í rauninni ríkisstjórn sem kaupir allt frá framsókn því þá erum við að tala um ákveðna stöðnun, að það megi ekki breyta neinu á ákveðnum sviðum. Það verður mjög erfitt fyrir flokk eins og Pírata, flokk eins og Samfylkingu.“Viðreisn verði öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur Aðspurð segir Þorgerður að það hafi aldrei komið til tals að Viðreisn kæmi að stjórnarmyndun sem fimmti flokkurinn. Flokkarnir fjórir hafa 32 þingmenn, eða minnsta mögulega meirihluta. Með Viðreisn sem fimmta flokkinn væri meirihluti ríkisstjórnarinnar 36 þingmenn. „Við ræddum óformlega eitt og annað en við vorum aldrei hluti af þessu samtali. Ég held að það sé líka bara gott að þau reyni að klára þetta. Þau hafa þessa 32 þingmenn og ætla að láta á það reyna. Það er líka ljóst að því lengra sem líður inn í þetta samtal og þetta samstarf, því ólíklegra er að við komum að þessu máli. Við verðum, eins og Þorsteinn Víglundsson hefur sagt réttilega, við verðum ekki uppfyllingarefni fyrir þessa ríkisstjórn,“ segir Þorgerður Katrín. „Við munum veita þeim málefnalegt aðhald. Ég hef talað um öðruvísi stjórnarandstöðu og við ætlum að gera hvað við getum hvað það varðar. Enda sýnist mér við líka vera öðruvísi stjórnarandstöðuflokkur en þeir sem verða þá væntanlega. Við munum aðgreina okkur frá þeim líka.“ Þorgerður segist sjá fram á að ríkisstjórn fjögurra flokka leggi fram ýmis mál sem Viðreisn geti stutt. „En það verða líka mál sem ég vonast til að ríkisstjórnin geti þá stutt á móti. Þetta gengur ekki bara á einn veg. Við erum að tala um ákveðin ný stjórnmál og þá vil ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin hlusti á það sem stjórnarandstaðan hefur fram að færa og líka hleypi málum í gegn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30 Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Áhyggjur af reynsluleysi Pírata Reynsluleysi í stjórnmálum er meira áhyggjuefni en málefnagrundvöllurinn í viðræðum þeirra flokka sem reyna nú að mynda ríkisstjórn. 3. nóvember 2017 06:30
Viðræðurnar ganga vel og halda áfram síðdegis Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata halda áfram í dag. Lilja Alfreðsdóttir segir viðræður hafa gengið vel í gær. 4. nóvember 2017 11:30