Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 09:17 Carter Page bar vitni fyrir einni þingnefndanna sem rannsakar afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Vísir/AFP Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26