Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 09:17 Carter Page bar vitni fyrir einni þingnefndanna sem rannsakar afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Vísir/AFP Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump í utanríkismálum að hann hefði átt fundi með rússneskum embættismönnum í fyrra þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Carter Page hitti rússneska embættismenn þegar hann ferðaðist til Moskvu í júlí í fyrra samkvæmt framburði hans fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, að sögn New York Times. Hann hafi síðan greint að minnsta kosti einum starfsmanni framboðsins frá fundunum í tölvupósti. Fram að þessu hefur Page sagt fjölmiðlum að hann hafi ekki hitt fulltrúa stjórnvalda í heimsókninni til Rússlands eða talað um að hann hafi aðallega fundað með fræðimönnum. Page hætti störfum fyrir framboðið skömmum eftir heimsóknina og ráðgjafa Trump hafa reynt að þvo hendur sínar af honum. Ferðalag Page til Moskvu er sagt hafa verið ein af ástæðum þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hóf rannsókn á mögulegum tengslum framboðsins við Rússa í fyrra. New York Times segir að í heimsókninni hafi Page meðal annars flutt ræðu í háskóla í Moskvu þar sem hann gagnrýndi stefnu bandarískra stjórnvalda í garð Rússlands á hátt sem þótti enduróma afstöðu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands.Kom við sögu í FBI-rannsókn sem tengdist rússneskum njósnumPage er sagður hafa dregist inn í rannsókn FBI á fólki sem grunað var um að vera rússneskir njósnarar árið 2013 en var ekki sjálfur ákærður. Hann hafði hitt einn þriggja manna sem voru sakaðir um að vera óskráður útsendari erlends ríkis á orkuráðstefnu og rætt við hann um ábatasöm viðskipti. Page sagði að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri njósnari. Í ákærum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, sem birtar voru á mánudag kom fram að annar ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum hefði ítrekað reynt að koma á fundum með rússneskum embættismönnum. Ráðgjafinn, George Papadopoulos, hafði fengið upplýsingar um að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í formi þúsunda tölvupósta. Papadopoulos játaði að hafa logið að fulltrúum FBI um eðli samskipta sinna við aðila sem tengjast rússneskum stjórnvöldum. Auk Papadopoulos voru Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og Rick Gates, viðskiptafélagi hans, ákærðir fyrir peningaþvætti, samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa ekki gert grein fyrir erindrekstri sínum fyrir erlent ríki í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Sjá meira
Sendi Trump-liðum skýr skilaboð "Skilaboðin eru ekki bara um Manafort. Þau eru til næstu fimm manna sem þeir munu tala við. Skilaboðin eru: Við erum á leiðinni, við erum ekki að grínast, okkur er alvara.“ 31. október 2017 13:15
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26