Stjörnustríðsgetgátum rignir yfir netið Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 22:30 John Boyega sem Finn í The Last Jedi. IMDB Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 14. desember og bíða margir spenntir eftir henni. Nú þegar hafa birst nokkrar stiklur úr myndinni sem hefur orðið til þess að netverjar keppast við að geta í eyðurnar. Í þessari grein er farið yfir nokkrar þeirra og hvað einn af leikurunum í myndinni, John Boyega, sagði um þær fyrr í dag. Ef þú hefur áhyggjur af því að þessi grein muni spilla fyrir áhorfi þínu þegar þú loksins sérð myndina, þá máttu endilega láta staðar numið hér.Nokkrar af þeim kenningum sem hafa gengið um netið er að það verði fleiri en einn Jedi-riddari í þessari mynd. Leikstjóri hennar, Rian Johnson, hefur ítrekað hrakið þá kenningu og bent á að Luke Skywalker sé sérstaklega nefndur sem eini Jedi-riddarinn sem eftir er í textanum sem mun birtast við upphaf myndarinnar.Mashable segir frá því að kenningarnar um fleiri en einn Jedi-riddari lifi samt sem áður góðu lífi. Í einni þeirra er því haldið fram að Rey, leikin af Daisy Ridley, verði Jedi-riddari í þessari mynd. Mashable bendir þó að það hafi heldur molnað undan þeirri kenningu þegar það var gefið til kynna í einni af stiklunum að Rey myndi jafnvel hallast að dökku hlið Máttarins.Mashable nefnir þó að í einum umræðuþræði á Reddit sé bent á að fyrrum stormsveitarmaðurinn Finn, leikinn af John Boyega, hafi haldið á geislasverði Luke Skywalker í The Force Awakens. Ekki bara einu sinni heldur í tvígang. Á Reddit-þræðinum er bent á að Finn hafi borið Stormsveitarnúmerið FN-2187. Það númer sé mögulega vísun í myndina 21-87 sem veitti leikstjóranum George Lucas, guðföður Stjörnustríðsmyndana, innblástur þegar kom að því að skapa Stjörnustríðsheiminn. Þess vegna er því haldið fram að Finn gæti verið Jedi-riddari en John Boyega sjálfur er ekki sammála því. „Það eru fjöldi sterkra karaktera í Stjörnustríðsheiminum sem geta barist við Jedi og þurfa ekki endilega að vera Jedi-riddarar til að gera það,“ sagði Boyega við Digital Spy þegar hann var spurður hvort hann væri ekki til í að leika Jedi-riddara. „Ég held að það væri áhugaverðara ef það væru fleiri en einn Jedi-riddarar. En þetta er ein af óskrifuðu reglunum í Stjörnustríðinu. Það er alltaf bara einn sem þarf að fara í burtu og æfa sig,“ sagði Boyega enn fremur.Mashable segir þetta ekki beint óskrifaða reglu en að leikarinn hafi nokkuð til síns máls. Í þríleiknum sem þar sem sagan var sögð hvernig Anakin Skywalker varð Darth Vader hafi verið fjöldi Jedi-riddara sem dró aðeins úr mikilfengleika þeirra. Í þríleiknum sem sagði frá baráttu Luke Skywalker og félaga við hið illa, A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi, hafi aðeins Obi-Wan Kenobe, Yoda og Luke verið Jedi-riddarar. Hvað sem gerist vita þó fáir, og mun þetta eflaust bara koma í ljós þegar myndin verður loksins sýnd í kvikmyndahúsum í desember næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13 Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, verður frumsýnd hér á landi 14. desember og bíða margir spenntir eftir henni. Nú þegar hafa birst nokkrar stiklur úr myndinni sem hefur orðið til þess að netverjar keppast við að geta í eyðurnar. Í þessari grein er farið yfir nokkrar þeirra og hvað einn af leikurunum í myndinni, John Boyega, sagði um þær fyrr í dag. Ef þú hefur áhyggjur af því að þessi grein muni spilla fyrir áhorfi þínu þegar þú loksins sérð myndina, þá máttu endilega láta staðar numið hér.Nokkrar af þeim kenningum sem hafa gengið um netið er að það verði fleiri en einn Jedi-riddari í þessari mynd. Leikstjóri hennar, Rian Johnson, hefur ítrekað hrakið þá kenningu og bent á að Luke Skywalker sé sérstaklega nefndur sem eini Jedi-riddarinn sem eftir er í textanum sem mun birtast við upphaf myndarinnar.Mashable segir frá því að kenningarnar um fleiri en einn Jedi-riddari lifi samt sem áður góðu lífi. Í einni þeirra er því haldið fram að Rey, leikin af Daisy Ridley, verði Jedi-riddari í þessari mynd. Mashable bendir þó að það hafi heldur molnað undan þeirri kenningu þegar það var gefið til kynna í einni af stiklunum að Rey myndi jafnvel hallast að dökku hlið Máttarins.Mashable nefnir þó að í einum umræðuþræði á Reddit sé bent á að fyrrum stormsveitarmaðurinn Finn, leikinn af John Boyega, hafi haldið á geislasverði Luke Skywalker í The Force Awakens. Ekki bara einu sinni heldur í tvígang. Á Reddit-þræðinum er bent á að Finn hafi borið Stormsveitarnúmerið FN-2187. Það númer sé mögulega vísun í myndina 21-87 sem veitti leikstjóranum George Lucas, guðföður Stjörnustríðsmyndana, innblástur þegar kom að því að skapa Stjörnustríðsheiminn. Þess vegna er því haldið fram að Finn gæti verið Jedi-riddari en John Boyega sjálfur er ekki sammála því. „Það eru fjöldi sterkra karaktera í Stjörnustríðsheiminum sem geta barist við Jedi og þurfa ekki endilega að vera Jedi-riddarar til að gera það,“ sagði Boyega við Digital Spy þegar hann var spurður hvort hann væri ekki til í að leika Jedi-riddara. „Ég held að það væri áhugaverðara ef það væru fleiri en einn Jedi-riddarar. En þetta er ein af óskrifuðu reglunum í Stjörnustríðinu. Það er alltaf bara einn sem þarf að fara í burtu og æfa sig,“ sagði Boyega enn fremur.Mashable segir þetta ekki beint óskrifaða reglu en að leikarinn hafi nokkuð til síns máls. Í þríleiknum sem þar sem sagan var sögð hvernig Anakin Skywalker varð Darth Vader hafi verið fjöldi Jedi-riddara sem dró aðeins úr mikilfengleika þeirra. Í þríleiknum sem sagði frá baráttu Luke Skywalker og félaga við hið illa, A New Hope, Empire Strikes Back og Return of the Jedi, hafi aðeins Obi-Wan Kenobe, Yoda og Luke verið Jedi-riddarar. Hvað sem gerist vita þó fáir, og mun þetta eflaust bara koma í ljós þegar myndin verður loksins sýnd í kvikmyndahúsum í desember næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13 Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sjáðu nýjustu stikluna fyrir næstu Star Wars-mynd Ný stikla fyrir áttundu Star Wars myndina, The Last Jedi, var frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi. 10. október 2017 07:13
Nokkrar vangaveltur um The Last Jedi stikluna Ný Star Wars stikla hefur litið dagsins ljós og eins og svo oft áður, þá fylgja henni fjölmargar spurningar. 10. október 2017 12:00