Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Hörður Ægisson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 4. nóvember 2017 07:00 Jóhannes Ingi Kolbeinsson er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Vísir/Arnþór Birkisson Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. Þessu hafnar Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri félagsins. „Félagið var ekki komið í neinn lausafjárvanda og það var alveg óvíst að félagið hefði komist í einhvern lausafjárvanda,“ segir Jóhannes og bætir því við að færsluhirðar Monarch hafi verið átta talsins. Hluti Kortaþjónustunnar hafi verið frekar lítill og tryggingarféð mikið. „Það voru ýmsir búnir að sýna félaginu áhuga en þetta var ágætis tækifæri til að styrkja félagið. Til að taka allan vafa af um að það yrðu nokkur lausafjárvandræði. En það var ekki að stefna í það og það var ekkert sem var fyrirséð. Það er ekki orðinn neinn lausafjárvandi að neinu leyti,“ segir Jóhannes enn fremur. Kvika og hópur fjárfesta keyptu allt hlutafé í félaginu og leiddi hlutafjáraukningu. Frá þessu var greint á fimmtudag en eignarhluti Kviku verður rúmlega fjörutíu prósent eftir viðskiptin. Samkvæmt heimildum gengu kaupin mjög hratt fyrir sig. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira
Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. Þessu hafnar Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri félagsins. „Félagið var ekki komið í neinn lausafjárvanda og það var alveg óvíst að félagið hefði komist í einhvern lausafjárvanda,“ segir Jóhannes og bætir því við að færsluhirðar Monarch hafi verið átta talsins. Hluti Kortaþjónustunnar hafi verið frekar lítill og tryggingarféð mikið. „Það voru ýmsir búnir að sýna félaginu áhuga en þetta var ágætis tækifæri til að styrkja félagið. Til að taka allan vafa af um að það yrðu nokkur lausafjárvandræði. En það var ekki að stefna í það og það var ekkert sem var fyrirséð. Það er ekki orðinn neinn lausafjárvandi að neinu leyti,“ segir Jóhannes enn fremur. Kvika og hópur fjárfesta keyptu allt hlutafé í félaginu og leiddi hlutafjáraukningu. Frá þessu var greint á fimmtudag en eignarhluti Kviku verður rúmlega fjörutíu prósent eftir viðskiptin. Samkvæmt heimildum gengu kaupin mjög hratt fyrir sig. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Sjá meira