Á ógnarhraða úr öskunni í eldinn Helga Birgisdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:00 Bækur Búrið Lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV útgáfa Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 373 Kápuhönnun: Halla Sigga Búrið er lokahnykkurinn í æsispennandi þríleik hins flinka spennusagnahöfundar Lilju Sigurðardóttur. Fyrri bækurnar tvær, Gildran og Netið, hafa fengið lofsamlega dóma, bæði hér á landi og erlendis. Í Gildrunni er sjónum beint að Sonju sem algjörlega viljalaus hefur flækst inn í hættulegan heim kókaínsmyglara og á sér enga ósk heitari en að sleppa úr gildrunni og lifa í friði með syni sínum. Inn í söguna flækist ástkona Sonju, bankakonan Agla sem er með allskyns óhreint mjöl í pokahorninu. Agla fær svo meira rými í Netinu þar sem hún braskar með grunnsamlegar millifærslur og peningaþvott en það gerir hún sjálfviljug, rekin áfram af margþekktri löngun til að græða meira í dag en í gær. Búrið á sér stað nokkrum árum eftir atburðina í Netinu. Agla er nú í aðalhlutverki, Sonju hefur verið ýtt til hliðar og til útlanda þar sem hún stundar undarlega en augljóslega kolólöglega starfsemi tengda eiturlyfjum. Agla sjálf þarf hins vegar að svara til saka fyrir gjörðir sínar í fyrri bókum og er framan af lokuð inni í fangelsi og er að auki dauðsár út í Sonju sem hefur yfirgefið hana skýringarlaust. Stuttu eftir mislukkaða tilraun til sjálfsvígs bjóða forríkir erlendir stórnotendur á áli Öglu vinnu sem ráðgjafi á þeirra vegum, en þeir hafa undanfarin ár neyðst til að kaupa ál langt yfir heimsmarkaðsverði. Agla grípur þetta hálmstrá fegins hendi og kastar sér út í vinnuna, fullkomlega meðvituð um að hún er ekki lögleg. Sér til aðstoðar fær hún blaðakonuna Maríu sem lesendur kannast vel við úr Netinu og inn í söguna flækjast fleiri persónur úr hinum bókunum tveimur, bæði vinir og óvinir Öglu, auk þess sem hún kynnist nýju fólki og Elísu, stúlku sem hún verður mjög hrifin af. Persónugalleríið er fjölskrúðugt í Búrinu og nauðsynlegt að hafa lesið hinar bækurnar tvær til að átta sig almennilega á þeim. Lilju tekst að draga upp skýra mynd af hinni köldu en ástríðufullu Öglu og sömuleiðis stendur viðskiptabraskarinn Ingimar og Anton sonur hans lesendum ljóslifandi fyrir sjónum. Ég get þó ímyndað mér að Sonja sé þeim sem ekki hafa lesið fyrri bækurnar svolítil ráðgáta auk þess sem fleiri aukapersónur eru dregnar of óljósum línum til að lesandinn nái almennilega utan um þær. Til að mynda hefði ég gjarnan viljað lesa meira um samband Öglu og Elísu alveg eins og mig langaði að vita meira um tilfinningalíf Sonju og Öglu í Netinu. Þetta breytir þó ekki því að Búrið er hörkuspennandi flettitryllir með stuttum köflum þar sem oft og hratt er skipt á milli sjónarhorna til að halda lesandanum á tánum. Sögupersónurnar vaða margar úr öskunni í eldinn, hvað eftir annað, og virðast pikkfastar í sínu persónulega búri, hvort sem það tengist gjörðum þeirra sjálfra, annarra eða er tilfinningalegs eðlis. Það eru margir boltar á lofti en Lilja missir ekki einn einasta. Sem betur fer sér til sólar undir lok bókar hjá sumum persónanna – en alls ekki öllum.Niðurstaða: Æsispennandi reyfari um ástir og átök í framandi glæpaheimi sem inniheldur þó skýra skírskotun til íslensks samfélags í dag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Búrið Lilja Sigurðardóttir Útgefandi: JPV útgáfa Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 373 Kápuhönnun: Halla Sigga Búrið er lokahnykkurinn í æsispennandi þríleik hins flinka spennusagnahöfundar Lilju Sigurðardóttur. Fyrri bækurnar tvær, Gildran og Netið, hafa fengið lofsamlega dóma, bæði hér á landi og erlendis. Í Gildrunni er sjónum beint að Sonju sem algjörlega viljalaus hefur flækst inn í hættulegan heim kókaínsmyglara og á sér enga ósk heitari en að sleppa úr gildrunni og lifa í friði með syni sínum. Inn í söguna flækist ástkona Sonju, bankakonan Agla sem er með allskyns óhreint mjöl í pokahorninu. Agla fær svo meira rými í Netinu þar sem hún braskar með grunnsamlegar millifærslur og peningaþvott en það gerir hún sjálfviljug, rekin áfram af margþekktri löngun til að græða meira í dag en í gær. Búrið á sér stað nokkrum árum eftir atburðina í Netinu. Agla er nú í aðalhlutverki, Sonju hefur verið ýtt til hliðar og til útlanda þar sem hún stundar undarlega en augljóslega kolólöglega starfsemi tengda eiturlyfjum. Agla sjálf þarf hins vegar að svara til saka fyrir gjörðir sínar í fyrri bókum og er framan af lokuð inni í fangelsi og er að auki dauðsár út í Sonju sem hefur yfirgefið hana skýringarlaust. Stuttu eftir mislukkaða tilraun til sjálfsvígs bjóða forríkir erlendir stórnotendur á áli Öglu vinnu sem ráðgjafi á þeirra vegum, en þeir hafa undanfarin ár neyðst til að kaupa ál langt yfir heimsmarkaðsverði. Agla grípur þetta hálmstrá fegins hendi og kastar sér út í vinnuna, fullkomlega meðvituð um að hún er ekki lögleg. Sér til aðstoðar fær hún blaðakonuna Maríu sem lesendur kannast vel við úr Netinu og inn í söguna flækjast fleiri persónur úr hinum bókunum tveimur, bæði vinir og óvinir Öglu, auk þess sem hún kynnist nýju fólki og Elísu, stúlku sem hún verður mjög hrifin af. Persónugalleríið er fjölskrúðugt í Búrinu og nauðsynlegt að hafa lesið hinar bækurnar tvær til að átta sig almennilega á þeim. Lilju tekst að draga upp skýra mynd af hinni köldu en ástríðufullu Öglu og sömuleiðis stendur viðskiptabraskarinn Ingimar og Anton sonur hans lesendum ljóslifandi fyrir sjónum. Ég get þó ímyndað mér að Sonja sé þeim sem ekki hafa lesið fyrri bækurnar svolítil ráðgáta auk þess sem fleiri aukapersónur eru dregnar of óljósum línum til að lesandinn nái almennilega utan um þær. Til að mynda hefði ég gjarnan viljað lesa meira um samband Öglu og Elísu alveg eins og mig langaði að vita meira um tilfinningalíf Sonju og Öglu í Netinu. Þetta breytir þó ekki því að Búrið er hörkuspennandi flettitryllir með stuttum köflum þar sem oft og hratt er skipt á milli sjónarhorna til að halda lesandanum á tánum. Sögupersónurnar vaða margar úr öskunni í eldinn, hvað eftir annað, og virðast pikkfastar í sínu persónulega búri, hvort sem það tengist gjörðum þeirra sjálfra, annarra eða er tilfinningalegs eðlis. Það eru margir boltar á lofti en Lilja missir ekki einn einasta. Sem betur fer sér til sólar undir lok bókar hjá sumum persónanna – en alls ekki öllum.Niðurstaða: Æsispennandi reyfari um ástir og átök í framandi glæpaheimi sem inniheldur þó skýra skírskotun til íslensks samfélags í dag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira