Andleg vellíðan er lífsstíll Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 16:00 Apríl og Arna halda reglulega heilsuviðburði. VÍSIR/ANTON BRINK Vinkonurnar Apríl Harpa Smáradóttir og Arna Rín Ólafsdóttir eru konurnar á bak við HugarOp. „HugarOp sér um viðburði, fræðslu og kennslu sem er sett saman af hinum ýmsu heildrænu aðferðum. Í viðburðum leggjum við áherslu á að losa okkur við símana, stíga út í náttúruna og tengjast inn á við,“ segir Apríl um HugarOp. „Jóga og önnur sams konar iðkun hefur umturnað lífi okkar og okkur langar að miðla því áfram.“ Þeim Apríl og Örnu fannst vanta upp á aukið aðgengi að leiðsögn í átt að betri andlegri heilsu. Þær tóku því málin í sínar hendur og halda nú fjölbreytta heilsuviðburði. „Viðburðirnir okkar eru mismunandi eins og þeir verða margir. Dagsferðirnar samanstanda aðallega af jóga, hugleiðslu, pranayama, svetti, fræðslu og æfingum sem taka þig í leiðangur inn á við. Lengri viðburðirnir verða þó með aðeins öðru móti með enn meiri persónulegri vinnu.“„Okkur langar aðallega að kynna fólki þessar ýmsu aðferðir sem eru í boði til þess tengjast betur inn á við. Engin leið er réttari en önnur en okkur langar að varpa ljósi á nokkrar sem geta hjálpað. Andleg vellíðan er lífsstíll eins og allt annað.“ Spurð út í hvort þeim þyki fólk almennt gleyma að huga að andlegri heilsu segir Apríl: „Upplifunin er ekki sú að fólk gleymi að huga að heilsunni, heldur þekki ekki til þeirra tóla sem eru í boði til að hjálpa okkur að finna kyrrðina í amstri dagsins. Og góð andleg heilsa kemur ekki á einum degi heldur þarf maður sífellt að styrkja og viðhalda.“ Þær benda áhugasömum svo á að kanna málið betur á hugarop.com. Ráð Aprílar og Örnu til þeirra sem vilja hugleiða dags daglega1. Notaðu hugsanir og orð. Dæmi: „ég er lognið í storminum“ eða „ég kem aftur í kyrrðina sem hvílir innra með mér.“ Segðu þessar setningar í huganum aftur og aftur þegar þú finnur fyrir miklu álagi og stressi. Hugsanir verða að orðum og orð verða að verki. Hugsaðu fallega til þín sjálfs. 2. Nýttu tímann á meðanþú keyrir á milli staða. Teldu djúpa öndun. Andaðu inn á fjórum talningum. Andaðu út á fjórum talningum. Það er magnað hvað öndun getur byggt góðan grunn fyrir daginn. 3. Finndu tíma án raftækja: Við erum alls ekki nógu dugleg að jarðtengja okkur og tíminn sem við eyðum með raftækjum er gígantískur! Tími án raftækja gefur þér tækifæri til þess að róa hugann og auka fókus. 4. Tileinkaðu þér núvitund í daglegu lífi. Fyrsta æfingin gæti verið að einbeita sér að því að gera ekki tvo hluti í einu eins og t.d að borða og lesa á sama tíma, eða keyra og hlusta á tónlist á sama tíma. Það er æðisleg upplifun að finna fyrir núvitund í því sem maður gerir og það er gaman að sjá að „núið“ er í rauninni mjög friðsælt augnablik til þess að vera í. Við þurfum að vera dugleg að minna okkur á að gærdagurinn og morgundagurinn er ekki til akkúrat núna. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Vinkonurnar Apríl Harpa Smáradóttir og Arna Rín Ólafsdóttir eru konurnar á bak við HugarOp. „HugarOp sér um viðburði, fræðslu og kennslu sem er sett saman af hinum ýmsu heildrænu aðferðum. Í viðburðum leggjum við áherslu á að losa okkur við símana, stíga út í náttúruna og tengjast inn á við,“ segir Apríl um HugarOp. „Jóga og önnur sams konar iðkun hefur umturnað lífi okkar og okkur langar að miðla því áfram.“ Þeim Apríl og Örnu fannst vanta upp á aukið aðgengi að leiðsögn í átt að betri andlegri heilsu. Þær tóku því málin í sínar hendur og halda nú fjölbreytta heilsuviðburði. „Viðburðirnir okkar eru mismunandi eins og þeir verða margir. Dagsferðirnar samanstanda aðallega af jóga, hugleiðslu, pranayama, svetti, fræðslu og æfingum sem taka þig í leiðangur inn á við. Lengri viðburðirnir verða þó með aðeins öðru móti með enn meiri persónulegri vinnu.“„Okkur langar aðallega að kynna fólki þessar ýmsu aðferðir sem eru í boði til þess tengjast betur inn á við. Engin leið er réttari en önnur en okkur langar að varpa ljósi á nokkrar sem geta hjálpað. Andleg vellíðan er lífsstíll eins og allt annað.“ Spurð út í hvort þeim þyki fólk almennt gleyma að huga að andlegri heilsu segir Apríl: „Upplifunin er ekki sú að fólk gleymi að huga að heilsunni, heldur þekki ekki til þeirra tóla sem eru í boði til að hjálpa okkur að finna kyrrðina í amstri dagsins. Og góð andleg heilsa kemur ekki á einum degi heldur þarf maður sífellt að styrkja og viðhalda.“ Þær benda áhugasömum svo á að kanna málið betur á hugarop.com. Ráð Aprílar og Örnu til þeirra sem vilja hugleiða dags daglega1. Notaðu hugsanir og orð. Dæmi: „ég er lognið í storminum“ eða „ég kem aftur í kyrrðina sem hvílir innra með mér.“ Segðu þessar setningar í huganum aftur og aftur þegar þú finnur fyrir miklu álagi og stressi. Hugsanir verða að orðum og orð verða að verki. Hugsaðu fallega til þín sjálfs. 2. Nýttu tímann á meðanþú keyrir á milli staða. Teldu djúpa öndun. Andaðu inn á fjórum talningum. Andaðu út á fjórum talningum. Það er magnað hvað öndun getur byggt góðan grunn fyrir daginn. 3. Finndu tíma án raftækja: Við erum alls ekki nógu dugleg að jarðtengja okkur og tíminn sem við eyðum með raftækjum er gígantískur! Tími án raftækja gefur þér tækifæri til þess að róa hugann og auka fókus. 4. Tileinkaðu þér núvitund í daglegu lífi. Fyrsta æfingin gæti verið að einbeita sér að því að gera ekki tvo hluti í einu eins og t.d að borða og lesa á sama tíma, eða keyra og hlusta á tónlist á sama tíma. Það er æðisleg upplifun að finna fyrir núvitund í því sem maður gerir og það er gaman að sjá að „núið“ er í rauninni mjög friðsælt augnablik til þess að vera í. Við þurfum að vera dugleg að minna okkur á að gærdagurinn og morgundagurinn er ekki til akkúrat núna.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira