Lífið

Bono keypti steinselju og súrdeigsbagettu í Frú Laugu

Atli Ísleifsson skrifar
Bono flakkaði milli búða í Laugalæknum fyrr í dag.
Bono flakkaði milli búða í Laugalæknum fyrr í dag. Vísir/Garðar
Bono, söngvari írsku stórhljómsveitarinnar U2, er á Íslandi en það sást til hans í Frú Laugu við Laugalæk í Reykjavík fyrir um klukkustund.

Guðný Önnudóttir, annar framkvæmdastjóri Frú Laugu, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir að Bono hafi verið á ferðinni með Íslendingi sem hafi verið að sýna honum hverfið.

„Hann keypti sér steinselju og súrdeigsbagettu. Hann var reyndar með aðra bagettu með sér þegar hann mætti til okkar en vildi greinilega aðra,“ segir Guðný.

Guðný segist fyrst ekki hafa verið viss um hvort að um Bono væri að ræða og íhugaði á tímabili að láta manninn vita að hann væri einstaklega líkur Bono. Hún lét það þó vera og fékk það síðar staðfest að raunverulega hafi verið um Bono að ræða.

Hún segir að Bono hafi að verslunarferð sinni í Frú Laugu lokinni haldið í Ísbúðina við hliðina.

U2 mun gefa út nýja breiðskífu, Songs of Experience, þann 1. desember næstkomandi

Uppfært 9.11.17 klukkan 16:04 - Nú hefur komið í ljós að um var að ræða tvífara Bono frá Serbíu en sá maður heitir Pavel Sfera.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.