Krimminn er í senn krossgáta og skoðun á mannlegu eðli Magnús Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2017 10:00 Friðrika Benónýsdóttir segir að þegar hún var ung hafi allir í hennar klíku ætlað að flytja til Parísar og skrifa. Í upphafi ársins lét hún verða af því ásamt sambýlismanni sínum og þau kunna vistinni afar vel. Visir/Anton Brink Eftir þrjá áratugi í menningarblaðamennsku þar sem Friðrika Benónýsdóttir skrifaði um bækur annarra, tók viðtöl við ótal höfunda og fjallaði um bókmenntir með margvíslegum hætti er hún nú búin að venda sínu kvæði í kross. Flutt til Parísar ásamt sambýlismanni sínum, Magnúsi R. Einarssyni, útvarps- og tónlistarmanni, og búin að senda frá sér tvær bækur með örfárra vikna millibili. Fyrst komu Eldheit ástarbréf sem Friðrika valdi, þýddi og tók saman til útgáfu. En í kjölfarið Vályndi, glæpasaga, sem er önnur skáldsaga hennar. Sú fyrsta, Nema ástin, kom út fyrir sléttum 20 árum, haustið 1997. Báðar hafa bækurnar hlotið góðar viðtökur en Friðrika virðist nú ekki kippa sér upp við upphefðina. „Þegar ég hætti á Fréttablaðinu þá hringdi Tómas, útgefandi hjá Sögum, í mig og sagði að fyrst að ég væri nú orðin atvinnulaus þá hefði ég ekkert skárra að gera en að skrifa skáldsögu handa honum,“ segir Friðrika og hlær við tilhugsunina. „Þannig að ég fór að gramsa í einhverjum textabrotum sem ég átti í tölvunni, sá að það var alveg hægt að gera eitthvað úr þessu, svo ég bara lét vaða.“Hluti af samfélagi Við tók því nýr starfsferill en Friðrika lét ekki þar staðar numið heldur flutti nokkru síðar til Parísar. Hvers vegna skyldi þessi sögufræga borg hafa orðið fyrir valinu? „Það var nú þannig þegar ég var ung að þá ætluðu allir í minni klíku að flytja til Parísar og skrifa. Við lásum öll Veislu í farangrinum eftir Hemingway alveg í drep og alla þessa gæja. Þetta var draumaáfangastaðurinn og flestir fóru fljótlega eftir menntaskóla en ég fór í staðinn að eiga börn og vinna fyrir salti í grautinn. Svo vaknar maður bara einn daginn sextugur og hugsar; shit! Ef ég ætla að gera þetta þá verður það að vera núna.“ Ákvaðstu þá bara að flytja til Parísar eða tóku þið Magnús þá ákvörðun saman? „Já, ég reyndar passaði mig á að láta hann koma með hugmyndina því annars hefðum við aldrei farið,“ bætir Friðrika við og skellihlær um leið og hún útlistar planið nánar. „Ég tók Magnús með mér til Parísar í fyrrasumar í tilefni af sextugsafmælinu mínu og fór með hann á alla uppáhaldsstaðina mína. Sýndi honum hvað þetta er æðisleg og dásamleg borg – seldi honum alveg hugmyndina án þess að hann hefði hugmynd um að það væri verið að selja honum eitthvað. Í flugvélinni á leiðinni heim þá sagði hann: „Heyrðu, ég á örugglega nóg í eftirlaunasjóðnum nú þegar, ég hætti bara að vinna eftir áramótin og við flytjum til Parísar.“ Ég var ekki lengi að taka hann á orðinu því þessi borg er svo fögur og full af sögu, auk þess sem hrynjandin í lífinu þarna hentar mér vel. En auðvitað ber að taka fram að maður er stikkfrí frá þjóðfélaginu, þarf ekki að vera einn og hálfan tíma á dag í metro í stressi að komast á skrifstofuna og allt þetta. París er í raun eins og samansafn af fjöldanum öllum af litlum þorpum og ég var bara búin að koma þrisvar á uppáhaldskaffihúsið mitt í götunni okkar þegar allir tóku mér fagnandi, kysstu mig á báðar kinnar og vissu hvernig ég vil hafa kaffið mitt. Það er góð tilfinning að finna að maður er velkominn og hluti af samfélagi þó svo það sé bara lífið á einu litlu kaffihúsi.“Visir/Anton BrinkHúmors- og náttúruleysi Vályndi eftir Friðriku virðist skera sig frá mörgum íslenskum glæpasögum. Stíllinn er þéttur, persónusköpunin djúp og áherslan ekki síst á hið mannlega, jafnvel fremur en á glæpinn. Friðrika gengst við þessu og segir að vissulega hafi þetta verið henni hugleikið. „Ég verð líka að játa, kannski á maður ekki að vera að segja svona, að mér hefur stundum fundist eins og íslenskir krimmar séu skrifaðir til þess að höfða til útlendinga. Það eru alltaf þessar andskotans náttúrulýsingar, myrkur og snjór og það var alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að vera með neitt slíkt í þessari bók. Mér hefur líka oft fundist vanta húmor í krimma og þar virðast allir reyndar líka vera meira og minna náttúrulausir svo mig langaði til þess að snúa aðeins upp á þetta form og hafa þetta ekki alveg málað eftir númerum – þó svo auðvitað eigi maður ekkert að vera að segja svona,“ segir Friðrika og hlær aðeins óörugg um hvort það sé í lagi að slá svona fram en er snarlega minnt á að hún er búin að leggja gagnrýnandagleraugunum. En hvað er það við krimmana með öllum sínum morðum og heimsins hörmungum sem fær þig til þess að slaka á? „Morð í skáldsögu er yfirleitt bara ástæða til þess að skyggnast betur inn í mannlegt eðli. Skoða hvernig fólk bregst við öfgakenndum aðstæðum eins og morð hlýtur að kalla fram. Sérstaklega í svona litlu samfélagi eins og þar sem ég sviðset mína bók á Húsavík. Þú ert bara venjuleg manneskja sem fór í partí á Jónsmessunótt en morguninn eftir vaknarðu og ert grunaður um morð. Hvernig ætlarðu að vinna þig út úr því? Þannig að góður krimmi verður að vera sambland af því að skoða mannlegt eðli ofan í kjölinn og vera skemmtileg krossgáta um leið. Eins finnst mér skrítið að skrifa um einhvers konar fjöldamorð á Íslandi eða eitthvað sem fólk planar mánuðum saman. Mér finnst betra að vera með þetta í andartakinu, láta persónurnar stjórnast af tilfinningum og skoða þær út frá því. Skoða þær út frá einhverju sem er bara hér og nú. Aðalatriðið er ekki endilega hver er morðinginn, heldur hvaða áhrif það hefur á fólkið í viðkomandi samfélagi og þá sérstaklega smáu afmörkuðu samfélagi. Þess vegna valdi ég að hafa sögusviðið á Húsavík en ég er sjálf úr Þingeyjarsýslunni, Reykjadal. Hef reyndar ekki búið þar síðan 1980 svo þessi Húsavík er meira og minna skálduð og ég vona að Húsvíkingar fyrirgefi mér það. Skáldskapur er bara skáldskapur en samt er hann ákveðinn veruleiki.“Sviðsetning og einlægni Talandi um mikilvægi þess að skoða mannlegt eðli þá er óhjákvæmilegt að horfa til þess að Friðrika er líka með bókina Eldheit ástarbréf sem samanstendur af ástarbréfum fjölda einstaklinga frá ýmsum tímum. En er fólk ekki einmitt eins nakið og það verður í slíkum bréfum? „Jú, þú verður ekki mikið einlægari um sjálfan þig en í bréfi til ástarinnar þinnar. En það sem mér finnst svo áhugavert er að á sama tíma ertu alltaf að leika. Alltaf að sviðsetja þá persónu sem þú vilt að ástin þín sjái. Bréfin í bókinni ná yfir 400 ára tímabil og það er gaman að sjá hvernig samfélagið hefur þróast. Hvað er leyfilegt að segja á hverjum tíma.“ En hvernig valdirðu bréfin? „Fyrst ætlaði ég að hafa þetta bréf höfunda sem hefðu skipt hvað mestu máli í bókmenntum síns tíma. Svo var það ekki að gera sig vegna þess að sumir af þessum gæjum voru svo hundleiðinlegir. Þannig að ég valdi þetta meira út frá því hversu sönn mér fannst tilfinningin vera. Valdi þetta út frá einlægni. Það sem mér fannst hvað merkilegast var að ungir núlifandi karlmenn voru almennt til í að láta birta ástarbréfin sín en konurnar mun fremur veinuðu af skelfingu við tilhugsunina. Stundum hefur maður enga skýringu á hlutunum og lætur bara við það sitja. Það sem eftir stendur er að þetta er skemmtilegt aflestrar og forvitnileg skoðun á mannlegu eðli í senn. Alveg bráðskemmtileg vinna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Eftir þrjá áratugi í menningarblaðamennsku þar sem Friðrika Benónýsdóttir skrifaði um bækur annarra, tók viðtöl við ótal höfunda og fjallaði um bókmenntir með margvíslegum hætti er hún nú búin að venda sínu kvæði í kross. Flutt til Parísar ásamt sambýlismanni sínum, Magnúsi R. Einarssyni, útvarps- og tónlistarmanni, og búin að senda frá sér tvær bækur með örfárra vikna millibili. Fyrst komu Eldheit ástarbréf sem Friðrika valdi, þýddi og tók saman til útgáfu. En í kjölfarið Vályndi, glæpasaga, sem er önnur skáldsaga hennar. Sú fyrsta, Nema ástin, kom út fyrir sléttum 20 árum, haustið 1997. Báðar hafa bækurnar hlotið góðar viðtökur en Friðrika virðist nú ekki kippa sér upp við upphefðina. „Þegar ég hætti á Fréttablaðinu þá hringdi Tómas, útgefandi hjá Sögum, í mig og sagði að fyrst að ég væri nú orðin atvinnulaus þá hefði ég ekkert skárra að gera en að skrifa skáldsögu handa honum,“ segir Friðrika og hlær við tilhugsunina. „Þannig að ég fór að gramsa í einhverjum textabrotum sem ég átti í tölvunni, sá að það var alveg hægt að gera eitthvað úr þessu, svo ég bara lét vaða.“Hluti af samfélagi Við tók því nýr starfsferill en Friðrika lét ekki þar staðar numið heldur flutti nokkru síðar til Parísar. Hvers vegna skyldi þessi sögufræga borg hafa orðið fyrir valinu? „Það var nú þannig þegar ég var ung að þá ætluðu allir í minni klíku að flytja til Parísar og skrifa. Við lásum öll Veislu í farangrinum eftir Hemingway alveg í drep og alla þessa gæja. Þetta var draumaáfangastaðurinn og flestir fóru fljótlega eftir menntaskóla en ég fór í staðinn að eiga börn og vinna fyrir salti í grautinn. Svo vaknar maður bara einn daginn sextugur og hugsar; shit! Ef ég ætla að gera þetta þá verður það að vera núna.“ Ákvaðstu þá bara að flytja til Parísar eða tóku þið Magnús þá ákvörðun saman? „Já, ég reyndar passaði mig á að láta hann koma með hugmyndina því annars hefðum við aldrei farið,“ bætir Friðrika við og skellihlær um leið og hún útlistar planið nánar. „Ég tók Magnús með mér til Parísar í fyrrasumar í tilefni af sextugsafmælinu mínu og fór með hann á alla uppáhaldsstaðina mína. Sýndi honum hvað þetta er æðisleg og dásamleg borg – seldi honum alveg hugmyndina án þess að hann hefði hugmynd um að það væri verið að selja honum eitthvað. Í flugvélinni á leiðinni heim þá sagði hann: „Heyrðu, ég á örugglega nóg í eftirlaunasjóðnum nú þegar, ég hætti bara að vinna eftir áramótin og við flytjum til Parísar.“ Ég var ekki lengi að taka hann á orðinu því þessi borg er svo fögur og full af sögu, auk þess sem hrynjandin í lífinu þarna hentar mér vel. En auðvitað ber að taka fram að maður er stikkfrí frá þjóðfélaginu, þarf ekki að vera einn og hálfan tíma á dag í metro í stressi að komast á skrifstofuna og allt þetta. París er í raun eins og samansafn af fjöldanum öllum af litlum þorpum og ég var bara búin að koma þrisvar á uppáhaldskaffihúsið mitt í götunni okkar þegar allir tóku mér fagnandi, kysstu mig á báðar kinnar og vissu hvernig ég vil hafa kaffið mitt. Það er góð tilfinning að finna að maður er velkominn og hluti af samfélagi þó svo það sé bara lífið á einu litlu kaffihúsi.“Visir/Anton BrinkHúmors- og náttúruleysi Vályndi eftir Friðriku virðist skera sig frá mörgum íslenskum glæpasögum. Stíllinn er þéttur, persónusköpunin djúp og áherslan ekki síst á hið mannlega, jafnvel fremur en á glæpinn. Friðrika gengst við þessu og segir að vissulega hafi þetta verið henni hugleikið. „Ég verð líka að játa, kannski á maður ekki að vera að segja svona, að mér hefur stundum fundist eins og íslenskir krimmar séu skrifaðir til þess að höfða til útlendinga. Það eru alltaf þessar andskotans náttúrulýsingar, myrkur og snjór og það var alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að vera með neitt slíkt í þessari bók. Mér hefur líka oft fundist vanta húmor í krimma og þar virðast allir reyndar líka vera meira og minna náttúrulausir svo mig langaði til þess að snúa aðeins upp á þetta form og hafa þetta ekki alveg málað eftir númerum – þó svo auðvitað eigi maður ekkert að vera að segja svona,“ segir Friðrika og hlær aðeins óörugg um hvort það sé í lagi að slá svona fram en er snarlega minnt á að hún er búin að leggja gagnrýnandagleraugunum. En hvað er það við krimmana með öllum sínum morðum og heimsins hörmungum sem fær þig til þess að slaka á? „Morð í skáldsögu er yfirleitt bara ástæða til þess að skyggnast betur inn í mannlegt eðli. Skoða hvernig fólk bregst við öfgakenndum aðstæðum eins og morð hlýtur að kalla fram. Sérstaklega í svona litlu samfélagi eins og þar sem ég sviðset mína bók á Húsavík. Þú ert bara venjuleg manneskja sem fór í partí á Jónsmessunótt en morguninn eftir vaknarðu og ert grunaður um morð. Hvernig ætlarðu að vinna þig út úr því? Þannig að góður krimmi verður að vera sambland af því að skoða mannlegt eðli ofan í kjölinn og vera skemmtileg krossgáta um leið. Eins finnst mér skrítið að skrifa um einhvers konar fjöldamorð á Íslandi eða eitthvað sem fólk planar mánuðum saman. Mér finnst betra að vera með þetta í andartakinu, láta persónurnar stjórnast af tilfinningum og skoða þær út frá því. Skoða þær út frá einhverju sem er bara hér og nú. Aðalatriðið er ekki endilega hver er morðinginn, heldur hvaða áhrif það hefur á fólkið í viðkomandi samfélagi og þá sérstaklega smáu afmörkuðu samfélagi. Þess vegna valdi ég að hafa sögusviðið á Húsavík en ég er sjálf úr Þingeyjarsýslunni, Reykjadal. Hef reyndar ekki búið þar síðan 1980 svo þessi Húsavík er meira og minna skálduð og ég vona að Húsvíkingar fyrirgefi mér það. Skáldskapur er bara skáldskapur en samt er hann ákveðinn veruleiki.“Sviðsetning og einlægni Talandi um mikilvægi þess að skoða mannlegt eðli þá er óhjákvæmilegt að horfa til þess að Friðrika er líka með bókina Eldheit ástarbréf sem samanstendur af ástarbréfum fjölda einstaklinga frá ýmsum tímum. En er fólk ekki einmitt eins nakið og það verður í slíkum bréfum? „Jú, þú verður ekki mikið einlægari um sjálfan þig en í bréfi til ástarinnar þinnar. En það sem mér finnst svo áhugavert er að á sama tíma ertu alltaf að leika. Alltaf að sviðsetja þá persónu sem þú vilt að ástin þín sjái. Bréfin í bókinni ná yfir 400 ára tímabil og það er gaman að sjá hvernig samfélagið hefur þróast. Hvað er leyfilegt að segja á hverjum tíma.“ En hvernig valdirðu bréfin? „Fyrst ætlaði ég að hafa þetta bréf höfunda sem hefðu skipt hvað mestu máli í bókmenntum síns tíma. Svo var það ekki að gera sig vegna þess að sumir af þessum gæjum voru svo hundleiðinlegir. Þannig að ég valdi þetta meira út frá því hversu sönn mér fannst tilfinningin vera. Valdi þetta út frá einlægni. Það sem mér fannst hvað merkilegast var að ungir núlifandi karlmenn voru almennt til í að láta birta ástarbréfin sín en konurnar mun fremur veinuðu af skelfingu við tilhugsunina. Stundum hefur maður enga skýringu á hlutunum og lætur bara við það sitja. Það sem eftir stendur er að þetta er skemmtilegt aflestrar og forvitnileg skoðun á mannlegu eðli í senn. Alveg bráðskemmtileg vinna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira