Funda í sveitinni hjá Sigurði Inga Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 09:45 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2. vísir/anton brink Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina. Kosningar 2017 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fulltrúar fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins, hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag. Þau ætla að hittast að heimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi. Líklega vilja formennirnir fá ró og næði til að fara yfir málin. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna fékk umboð til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í gær. Hún vill mynda ríkisstjórn fráfarandi stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Katrín segist vona að viðræðurnar gangi hratt og vel og að niðurstaða verði komin í málið eftir helgi. Hún sagðist í gær á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það.Wild Boys og vöfflur Það er ekki óalgengt að stjórnmálamenn velji að funda utan höfuðborgarsvæðisins til að fá frið. Margir muna eflaust eftir því að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mynduðu ríkisstjórn árið 2013 funduðu þeir í sumarbústað og snæddu meðal annars vöfflur með kaffinu. Þá funduðu þeir í bústað Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, og dvöldust þar í nokkra daga. Útvarpsmaðurinn Siggi Hlö tók upp á því að hringja í þá félaga í beinni útsendingu í þætti sínum Veistu hver ég var? Þá fengu þeir að velja sér óskalag og völdu lagið Wild Boys með hljómsveitinni Duran Duran. Það væri forvitnilegt að vita hvaða óskalag flokkarnir fjórir myndu biðja um ef kallið kæmi frá Sigga Hlö um helgina.
Kosningar 2017 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira