Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 23:30 Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Vísir/epa Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. Kushner er einn nánasti ráðgjafi Trump auk þess sem hann er eiginmaður Ivönku Trump. CNN greinir frá því að Mueller og félagar hafi sérstakan áhuga á að því að vita meira um aðkomu Kushner að brottrekstri James Comey úr sæti forstjóra FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, á þessu ári. Því hafi rannsakendur spurt vitni í rannsókninni um ef og þá hvernig Kushner hafi komið að brottrekstrinum. Í frétt CNN segir að forvitni Mueller og félaga um Kushner bendi til þess að rannsókn þeirra sé farin að færast nær Hvíta húsinu og ákvarðanatöku embættismanna þar eftir að Trump tók við embætti. Þó segir einnig í frétt CNN að ekkert bendi til þess að Mueller hafi Kushner sérstaklega í sigtinu eins og er. Með því afla gagna sé verið að reyna að fá sem gleggsta mynd á atburðarrásina í tengslum við það hvernig staðið var að brottrekstri Comey. Kushner er sagður hafa orðið við beiðni Mueller um afhendingu gagnanna án vandkvæða. Hvíta húsið segir að ekki sé óeðlilegt að Mueller vilji afla sér nánari upplýsinga um Kushner þar sem hann sé lykilstarfsmaður í Hvíta húsinu auk þess sem hann hafi gegnt veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni. Fyrstu ákærurnar í tengslum við rannsóknina á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningunum og og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump voru gefnar út í vikunni. Fyrrverandi kosnigastjóri Trump og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
„Bolabíturinn“ sem Trump ætti að óttast Ef það er eitthvað sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að óttast er það aðkoma lögfræðingsins Andrew Weismann að rannsókninni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump. 1. nóvember 2017 23:30
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25