Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 19:24 Sigur Rós á Sviði vísir/getty Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs. Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sigur Rós og Harpa hafa rift samningi sínum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar, um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. Þar segir að við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum.Kári Sturluson.VísirMálið í farvegi Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 milljónum króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Í yfirlýsingunni segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að búist sé við því að þessir fjármunir verði endurgreiddir: „Þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Harpa og Sigur Rós hafi unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.Fréttablaðið greindi frá því í september síðastliðnum að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna væru horfnir. Um er að ræða ferna tónleika með hljómsveitinni í lok desember næstkomandi.Íhugar lögbann Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum RÚV en þar sagði lögmaður Kára að engar vanefndir væru á samningnum þar sem uppgjör hans átti að fara fram að tónleikunum loknum. Að sögn lögmannsins kom riftun samningsins honum í opna skjöldu og skoði hann rétt sinn til bóta og jafnvel gagnaðgerða á borð við að fara fram á lögbann á tónleikana og umgjörð þeirra því um hugarsmíði hans sé að ræða. Í fréttum RÚV kom fram að eignir Kára hefðu verið kyrrsettar.Sjá yfirlýsingu Hörpu og Sigur Rósar hér fyrir neðan:Að gefnu tilefni upplýsist að Sigur Rós og Harpa hafa rift samningum við félagið KS Productions sem er í eigu Kára Sturlusonar um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu í desember nk. Ástæður þessa eru vanefndir tónleikahaldarans og trúnaðarbrestur vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins.Við riftun samnings, sem átti sér stað fyrir rúmum mánuði síðan, átti tónleikahaldarinn ekki lengur réttmætt tilkall til miðasölutekna viðburðarins en hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir beggja fyrrum samningsaðila hans, orðið við kröfum um endurgreiðslu á umræddum fjármunum. Til að tryggja hagsmuni Hörpu og Sigur Rósar hefur Harpa því farið fram á kyrrsetningu á eignum tónleikahaldarans til tryggingar kröfunni og stefnt honum til greiðslu á þeim 35 m.kr. af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar. Er málið nú í farvegi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu segir: ,,Við treystum því að þessir fjármunir verði endurgreiddir þar sem umræddur tónleikahaldari er ekki lengur aðili að verkefninu. Aðgerðirnar sem Harpa og Sigur Rós hafa nú farið í eru til þess fallnar að tryggja það með öllum lagalega tiltækum ráðum.“Harpa og Sigur Rós hafa unnið saman í fullum trúnaði frá því ljóst varð að þessi trúnaðarbrestur hafði átt sér stað og tónleikahaldarinn var ekki lengur ábyrgðarmaður verkefnisins. Sena Live hefur tekið við umsjón fernra tónleika Sigur Rósar í Hörpu, sem eru þegar uppseldir, auk þess að stýra framkvæmd á alþjóðlegu listahátíðinni Norður&Niður sem jafnframt verður haldin í Hörpu á milli jóla og nýárs.
Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00