Áfengi og streita ýta undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 19:30 Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle. Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki. Sjálfsvíg tónlistarmanna hafa verið í kastljósinu en Chris Cornell fyrrverandi söngvari rokkhljómsveitanna Soundgarden og Audioslave og Chester Bennington söngvari Linkin Park sviptu sig lífi fyrr á þessu ári. Þá hafa fjórir ungir karlmenn, sem allir tengdust íslensku þungarokki, framið sjálfsvíg á árinu. William Doyle, einn af stofnendum hljómsveitarinnar East India Youth, spilar á Airwaves í ár. Doyle flutti erindi í Bíó Paradís í dag þar sem hann lýsti eigin baráttu við kvíða og þunglyndi. Rúmlega 70 prósent tónlistarmanna í Bretlandi hafa glímt við kvíða og rúmlega 60 prósent þeirra hafa gengið í gegnum depurð eða þunglyndi samkvæmt nýlegri rannsókn. Doyle segir að þetta skýrist kannski af starfsumhverfi tónlistarmanna. „Kröfur starfsins eru mjög erfiðar fyrir fólk. Menn eru í burtu langtímum saman, menningin í kringum starfið byggist á miklu áfengi, fíkniefnaneyslu og þess háttar. Þetta er mjög algengt í þessari grein svo ég held að kröfurnar sem starfið gerir og hvernig fólk fær kannski ekki borgað nógu fljótt og þess háttar geri það að verkum að þetta er mjög ótryggt líf,“ segir Doyle. Hann segir að geðrænir kvillar hrjái oft fólk í skapandi greinum og að áfengisneysla geti ýtt enn frekar undir þessi vandamál. „Þeir sem lifa á tónlist eru móttækilegri fyrir sjúkdómum eins og þunglyndi og kvíða. Þegar maður kemur á tónleikastað klukkan 16 til að undirbúa tónleika bíður áfengi eftir manni, það er hvatning til að nota það. Þegar maður gerir þetta aftur og aftur hefur það skaðleg áhrif og áfengi ýtir undir þunglyndi, það veldur meiri vanlíðan. Ef maður hefur þessi vandamál gerir það þau verri. Það er tvímælalaust þannig,“ segir Doyle.
Tengdar fréttir „Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15 Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30 Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. "Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú,“ útskýrir Franz. 21. október 2017 12:15
Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna. 22. október 2017 19:30