„Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. nóvember 2017 18:59 Formaður Vinstri grænna er bjartsýn á að hún nái að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu, Framsóknarflokki og Pírötum en forseti Íslands gaf henni stjórnarmyndunarumboðið í dag. Forseti segir umboðið háð tímamörkum en gefur flokkunum að minnsta kosti fram í næstu viku til að ná saman. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna hafa undanfarna þrjá daga ráðið ráðum sínum og kannað grundvöll til að ganga formlega til stjórnarmyndunarviðræðna. Þeir hittust á úrslitafundi í hádeginu og greindu þingflokkum sínum frá niðurstöðunni eftir það. Formaður Vinstri grænna hélt eftir þetta á Bessastaði en fundur Katrínar Jakobsdóttur með forseta Íslands stóð yfir í tæpa hálfa klukkustund þar sem þau ræddu framhaldið en í fyrra voru farnar margar umferðir flokksleiðtoga til forseta og fyrri stjórn var ekki mynduð fyrr en níu vikum eftir kosningar. Forsetinn sagði línur hafa skýrst nokkuð eftir samtöl leiðtoga flokkanna allra síðustu daga. „Það sem breytist við það, að Katrín hefur stjórnarmyndunarumboð, er einkum það að þá er komin á sú skuldbinding flokksleiðtoganna að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. Það er því greinilegt að forsetinn lítur það ekki jákvæðum augum ef einhver innan flokkanna reynir að mynda aðra stjórn á meðan Katrín hefur umboðið.Hann einn veitir umboð Hann sagði að með umboðinu kæmist festa á viðræðurnar og þær verði háðar tímamörkum. Forseti áréttaði það einnig að það væri hann sem gæfi umboð til stjórnarmyndunar. „Grunnforsendan fyrir því að veita stjórnarmyndunarumboð er skýr og hefur legið fyrir frá lýðveldisstofnun. Eftir samtöl við stjórnmálaforingja veitir forseti þeim flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunar sem telst líklegastur til að geta myndað stjórn,“ sagði Guðni. Hann sagði tímamörkin háð því hvernig viðræðurnar ganga, að það sé góður skriður á þeim og hann viti af samtölum sínum að það sé einhugur um að láta þessar viðræður ganga hratt og örugglega fyrir sig þannig að fljótt komi á daginn hvort ástæða sé til að leiða þær til lykta eða láta gott heita. Katrín Jakobsdóttir sagðist á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum.Aukin samstaða Þá leggi hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Getur þú aðeins snert á þessum stóru málum sem flokkarnir hafa ekki verið alveg einhuga um? „Það sem ég legg áherslu á er í fyrsta lagi að ég held að nú sé ekki tími í íslensku samfélagi til að leysa endilega úr öllum heimsins ágreiningsmálum. Þess vegna legg ég áherslu á að við séum með stóru línurnar sameiginlegar. Að við leggjum áherslu á að ná saman um tiltekin málefni og allir munu þurfa að leggja eitthvað til hliðar. Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál. En hvað varðar þessi mál sem þú nefnir; auðvitað mun þetta svo skýrast í þessum formlegu viðræðum. Hvort við náum saman um það hverjar nákvæmlega stóru áherslurnar verða og hvað við ætlum að leggja til hliðar.“ Hvort þessi ríkisstjórn kemst á hvílir ekki bara á herðum Katrínar heldur á formönnum þriggja annarra flokka og flokksmönnum þeirra.Hljóðið gott Leiðtogar Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks kynntu áætlaðar stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Vinstri grænna fyrir þingflokkum sínum í dag og sögðu hljóðið í fólki gott. Það sem að skiptir öllu máli fyrir íslenskt samfélag er stöðugleiki í atvinnulífi og stöðugt efnahagslíf og síðan þessi uppbyggingarþörf sem er nauðsyn í grunnþjónustunni. Heilbrigðismál, menntamál, samgöngur, löggæsla og við gætum haldið áfram að telja. En þetta eru þessir punktar sem við sjáum fyrir okkur að stjórnin ætti að standa að,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði helstu mál flokksins vera félagslegan stöðugleika, minni misskiptingu gæða og samfélag þar sem enginn er skilinn eftir. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir sagði Pírata lausnarmiðaða og setja á oddinn að byggja brýr og traust á milli flokka. „Stjórnarskráin skiptir okkur að sjálfsögðu langmestu máli. Það er málið sem við höfum sett á oddinn.“ Spurður hvort hann sé sáttur við fjögurra flokka stjórn með eins manns minnihluta sagði Sigurður Ingi að það geri flækjustigið enn flóknara að reyna að fá fleiri að borðinu við þessar viðræður, að ná saman um meginmarkmiðin. Hann sagði flokkinn tilbúinn að láta á þetta reyna og að hann væri bjartsýnn á að þetta geti gengið upp. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna er bjartsýn á að hún nái að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu, Framsóknarflokki og Pírötum en forseti Íslands gaf henni stjórnarmyndunarumboðið í dag. Forseti segir umboðið háð tímamörkum en gefur flokkunum að minnsta kosti fram í næstu viku til að ná saman. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna hafa undanfarna þrjá daga ráðið ráðum sínum og kannað grundvöll til að ganga formlega til stjórnarmyndunarviðræðna. Þeir hittust á úrslitafundi í hádeginu og greindu þingflokkum sínum frá niðurstöðunni eftir það. Formaður Vinstri grænna hélt eftir þetta á Bessastaði en fundur Katrínar Jakobsdóttur með forseta Íslands stóð yfir í tæpa hálfa klukkustund þar sem þau ræddu framhaldið en í fyrra voru farnar margar umferðir flokksleiðtoga til forseta og fyrri stjórn var ekki mynduð fyrr en níu vikum eftir kosningar. Forsetinn sagði línur hafa skýrst nokkuð eftir samtöl leiðtoga flokkanna allra síðustu daga. „Það sem breytist við það, að Katrín hefur stjórnarmyndunarumboð, er einkum það að þá er komin á sú skuldbinding flokksleiðtoganna að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. Það er því greinilegt að forsetinn lítur það ekki jákvæðum augum ef einhver innan flokkanna reynir að mynda aðra stjórn á meðan Katrín hefur umboðið.Hann einn veitir umboð Hann sagði að með umboðinu kæmist festa á viðræðurnar og þær verði háðar tímamörkum. Forseti áréttaði það einnig að það væri hann sem gæfi umboð til stjórnarmyndunar. „Grunnforsendan fyrir því að veita stjórnarmyndunarumboð er skýr og hefur legið fyrir frá lýðveldisstofnun. Eftir samtöl við stjórnmálaforingja veitir forseti þeim flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunar sem telst líklegastur til að geta myndað stjórn,“ sagði Guðni. Hann sagði tímamörkin háð því hvernig viðræðurnar ganga, að það sé góður skriður á þeim og hann viti af samtölum sínum að það sé einhugur um að láta þessar viðræður ganga hratt og örugglega fyrir sig þannig að fljótt komi á daginn hvort ástæða sé til að leiða þær til lykta eða láta gott heita. Katrín Jakobsdóttir sagðist á Bessastöðum líta svo á að þessi væntanlega ríkisstjórn myndi taka á stóru línunum, annars vegar að ráðast í þá uppbyggingu sem var mest til umfjöllunar fyrir kosningar, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum, og geri raunhæfa áætlun um það. „Siðan eru risastór mál sem blasa við þeirri ríkisstjórn sem tekur við. Skapa þarf sátt á vinnumarkaðinum en aukinheldur þá legg ég sérstaka áherslu á annars vegar jafnréttismál og hins vegar loftslagsmál,“ sagði Katrín á Bessastöðum.Aukin samstaða Þá leggi hún áherslu á að ríkisstjórnin leggi sig fram um að ná aukinni samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á Alþingi. Þeir fjórir flokkar sem kæmu að mögulegri ríkisstjórn hafa ólíkar áherslur í evrópumálum, peningamálum og hversu miklum fjármunum sé hægt að veita til einstakra málaflokka með tilliti til stöðu ríkissjóðs. Getur þú aðeins snert á þessum stóru málum sem flokkarnir hafa ekki verið alveg einhuga um? „Það sem ég legg áherslu á er í fyrsta lagi að ég held að nú sé ekki tími í íslensku samfélagi til að leysa endilega úr öllum heimsins ágreiningsmálum. Þess vegna legg ég áherslu á að við séum með stóru línurnar sameiginlegar. Að við leggjum áherslu á að ná saman um tiltekin málefni og allir munu þurfa að leggja eitthvað til hliðar. Það er engin ein ríkisstjórn sem getur leyst öll heimsins ágreiningsmál. En hvað varðar þessi mál sem þú nefnir; auðvitað mun þetta svo skýrast í þessum formlegu viðræðum. Hvort við náum saman um það hverjar nákvæmlega stóru áherslurnar verða og hvað við ætlum að leggja til hliðar.“ Hvort þessi ríkisstjórn kemst á hvílir ekki bara á herðum Katrínar heldur á formönnum þriggja annarra flokka og flokksmönnum þeirra.Hljóðið gott Leiðtogar Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks kynntu áætlaðar stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Vinstri grænna fyrir þingflokkum sínum í dag og sögðu hljóðið í fólki gott. Það sem að skiptir öllu máli fyrir íslenskt samfélag er stöðugleiki í atvinnulífi og stöðugt efnahagslíf og síðan þessi uppbyggingarþörf sem er nauðsyn í grunnþjónustunni. Heilbrigðismál, menntamál, samgöngur, löggæsla og við gætum haldið áfram að telja. En þetta eru þessir punktar sem við sjáum fyrir okkur að stjórnin ætti að standa að,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði helstu mál flokksins vera félagslegan stöðugleika, minni misskiptingu gæða og samfélag þar sem enginn er skilinn eftir. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir sagði Pírata lausnarmiðaða og setja á oddinn að byggja brýr og traust á milli flokka. „Stjórnarskráin skiptir okkur að sjálfsögðu langmestu máli. Það er málið sem við höfum sett á oddinn.“ Spurður hvort hann sé sáttur við fjögurra flokka stjórn með eins manns minnihluta sagði Sigurður Ingi að það geri flækjustigið enn flóknara að reyna að fá fleiri að borðinu við þessar viðræður, að ná saman um meginmarkmiðin. Hann sagði flokkinn tilbúinn að láta á þetta reyna og að hann væri bjartsýnn á að þetta geti gengið upp.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07 Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58 Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07
Katrín hóflega bjartsýn: „Ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið“ Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins munu hefjast á morgun. 2. nóvember 2017 16:58
Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16