Viðskipti innlent

Þórður nýr forstjóri United Silicon

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórður (til vinstri) ásamt Magnúsi Ólafi Garðarssyni og Helga Þórhallssyni.
Þórður (til vinstri) ásamt Magnúsi Ólafi Garðarssyni og Helga Þórhallssyni. United Silicon
Stjórn United Silicon hefur ráðið Þórð Magnússon sem forstjóra fyrirtækisins. Þórður útskrifaðist sem eðlisfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem doktor í efnisfræði (e. Material Science) frá Norwegian University of Science and Technology (NTNU) árið 2000.

Þórður gegndi áður stöðu framleiðslustjóra í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra United Silicon. United Silicon er sem kunnugt er í greiðslustöðvun.

Þá hefur stjórn United Silicon gert starfslokasamning  við Helga Þórhallsson, sem tók við stöðu forstjóra fyrirtækisins í apríl 2015. Helgi er efnaverkfræðingur og hefur hann komið að mörgum kísilverkefnum um allan heim, m.a. í Kína og Inónesíu fyrir utan Noreg og Ísland og á nær 40 ára starfsreynslu í kísiliðnaði.

Stofnandi United Silicon og fyrrverandi forstjóri, Magnús Ólafur Garðarsson, hefur verið kærður af fyrirtækinu en hann er grunaður um fjársvik upp á allt að hálfan milljarð króna. Magnús neitar sök og segir ásakanirnar hluta af „skítugum slag“ um eignarhald United Silicon.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×