Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 15:41 Trump hafði tilnefnt Clovis (t.h.) sem aðalvísindamann landbúnaðarráðuneytisins. Ekkert verður af því. Vísir/AFP Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26