Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 10:15 Hlutur í Refresco er stærsta fjárfestingareign TM. Vísir/Anton Brink Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira