Virði hlutar TM í Refresco hækkar um 300 milljónir króna hið minnsta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 10:15 Hlutur í Refresco er stærsta fjárfestingareign TM. Vísir/Anton Brink Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn. Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Óhætt er að gera ráð fyrir að virði óbeins eignarhlutar tryggingafélagsins TM í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco Group hækki um að minnsta kosti 300 milljónir króna við yfirtöku fjárfestingarsjóða á framleiðandanum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, á kynningarfundi með fjárfestum í síðustu viku. TM á óbeint 1,1 prósents hlut í Refresco í gegnum tvö eignarhaldsfélög, annars vegar S122 og hins vegar Stoðir, en hluturinn var metinn á 1,8 milljarða króna í bókum tryggingafélagsins í lok júnímánaðar. Miðað við það verð sem fjárfestingarsjóðirnir PAI Partners og British Columbia Investment Managament Corporation hafa samþykkt að greiða fyrir Refresco, en það jafngildir um 200 milljörðum króna, gæti virði eignarhlutar TM nú verið um 2,2 milljarðar króna. „Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti 300 milljónum króna í uppfærslu á eigninni á fjórðungnum,“ sagði Sigurður á fjárfestafundinum. Stjórnendur tryggingafélagsins hafa hækkað spá sína um fjárfestingartekjur fyrir fjórða fjórðung ársins, aðallega vegna umræddrar yfirtöku, en óbeinn hlutur félagsins í Refresco er langsamlega stærsta fjárfestingareign þess. Gera stjórnendurnir nú ráð fyrir að tekjurnar verði 975 milljónir króna en áður hljóðaði spáin upp á 770 milljónir. TM keypti ásamt hópi fjárfesta 50,2 prósenta hlut í Stoðum af Glitni HoldCo og nokkrum erlendum fjármálastofnunum í apríl síðastliðnum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað var greitt fyrir hlutinn, en miðað við markaðsgengi bréfa Refresco á þeim tíma þegar kaupin gengu í gegn er líklegt kaupverð um sjö til átta milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði fjárfestahópurinn sérstakan afkomuskiptasamning við Glitni sem tryggði félaginu hlutdeild í framtíðarhagnaði af sölu Refresco. Var samningurinn gerður gagngert vegna væntinga um að drykkjaframleiðandinn yrði yfirtekinn.
Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira