Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál Rúmenanna Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar. Þrír einstaklingar hafa verið yfirheyrðir og eru öll grunuð um að hafa unnið saman að því að komast yfir fjármuni brotaþola. Þáttur hvers og eins hafi þó verið mismunandi og misalvarlegur í meintum brotum. Að minnsta kosti þrettán tilfelli hafa verið kærð til lögreglu, þar af fjögur frá Akureyri. Samanlögð fjárhæð sem kært er fyrir er tæplega 1,4 milljónir króna. Þann fjórtánda ágúst síðastliðinn varaði lögreglan við fingralöngum þjófum sem stela greiðslukortum af grandalausu fólki á veitingahúsum eftir að hafa fylgst með því greiða fyrir veitingar og slá inn PIN-númer, en með það og greiðslukort undir höndum væri eftirleikurinn auðveldur. Samkvæmt heimildum blaðsins fór kona fyrir hópnum, dró karlmenn á tálar á öldurhúsum og freistaði þess að láta bjóða sér upp í glas. Meint fórnarlömb hafi þá dregið upp kortið, greitt fyrir drykkinn og slegið inn PIN-númer sitt, eins og venjan er. Þá lagði sú sem fór á fjörur við meint fórnarlamb pinnið á minnið, stal kortinu af viðkomandi og lét vitorðsmann sinn hafa svo lítið bar á. Vitorðsmaðurinn fann næsta hraðbanka og tók út eins mikið og hægt er, sneri aftur og skilaði kortinu á sinn stað í veski mannanna, án þess að þeir yrðu varir við nokkuð. Líkt og fyrr segir lét hópurinn til sín taka í næturlífinu í höfuðborginni og á Akureyri með skipulögðum hætti. Rannsókn málsins er á lokastigum, samkvæmt heimildum blaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Næturlíf Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira