Bubbi ofsóttur af netníðingi Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 19:46 Bubbi Morthens Vísir/Anton Brink „Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“ Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
„Ég er búinn að reyna elta þetta kvikindi uppi í marga mánuði,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens um óprúttinn aðila sem hefur stofnað Instagram-reikning í nafni Bubba og sent konum og stúlkum skilaboð. Bubbi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hann deildi Instagram-síðu með hans nafni og benti fólki á að hún væri ekki á hans vegum.Frétti fyrst af málinu í vor Í samtali við Vísi segist Bubbi hafa fyrst frétt af síðunni síðastliðið vor þegar hann fékk skilaboð frá konum og stúlkum sem sögðust hafa fengið skilaboð frá manni sem kallaði sig Bubba Morthens á Instagram. „Hann hafði stolið alveg haug af myndum af Facebook-inu mínu. Myndum af börnunum mínum og eiginkonunni og svo setti hann mynd af mér með lax í forgrunni,“ segir Bubbi en viðkomandi ber notandanafnið morthensbubbi á Instagram. Bubbi segist á einum tímapunkti hafa náð að láta loka þessum Instagram-reikningi með hjálp vinar síns, en reikningurinn var orðinn virkur aftur strax daginn eftir.Fengu afar „prívat“ skilaboð Hann segir konurnar og stúlkurnar hafa fengið mjög „prívat“ skilaboð frá þessum Instagram-reikningi. „Þetta er alveg ný tegund af ofbeldi,“ segir Bubbi ræddi málið við lögfræðing í kvöld. Hann segist hafa sett sig í samband við Instagram og beðið um að þessum reikningi yrði lokað, en það hafi ekkert gengið og engin svör borist þaðan. Bubbi bendir á að búið sé að staðfesta alla aðganga hans á samfélagsmiðlum, Facebook, Instagram og Twitter, og að fólk geti þannig vitað hvort um sé að ræða Bubba sjálfan eða einhvern annan.Yrði grillaður Hann segir manneskjuna sem er að baki þessu svindli sé annaðhvort illa þekkjandi og andstyggilega eða mjög veika. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að reyna að leita hjálpar fjölmiðla og samfélagsmiðla af því að núna á þessum tímum, þegar þessi vakning er um kynferðislegt áreiti og annað, ef einhver kona hefði komið fram í kvöld og sagt: Bubbi Morthens sendi mér mynd eða skilaboð og það ratað á forsíðu. Þá væri ég bara grillaður og þá er vörumerkið Bubbi Morthens dáið. Þetta veldur mér ákveðnum óhug að einhver maður getur rústað þér svona,“ segir Bubbi og bætir við að lokum: „Þetta er sannarlega dökk hlið á samfélagsmiðlum.“
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira