Jafnræði gagnvart lögum Þorvaldur Gylfason skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Bandaríkjamenn standa í stórræðum. Robert Mueller, sérstakur saksóknari, hefur nú um hálfs árs skeið rannsakað meint ólöglegt samráð Trumps Bandaríkjaforseta og manna hans við Rússa í aðdraganda forsetakjörsins 2016. Tilefnið er grunur sem nálgast fullvissu um að Rússar hafi blandað sér í kosningabaráttuna ef ekki beinlínis í sjálfar kosningarnar. Fyrir nokkrum dögum voru tveir menn sem áður voru handgengnir Trump forseta ákærðir fyrir margvísleg lögbrot. Fv. kosningastjóri Trumps, Paul Manafort, var ákærður m.a. fyrir fjárböðun, meinsæri, samsæri gegn Bandaríkjunum og skattsvik. Hann segist vera saklaus. Hjálparkokkur hans og viðskiptafélagi, Rick Gates, segist einnig saklaus, en hann var ákærður fyrir ólöglegt samráð við Rússa, m.a. gegnum Oleg Deripaska, rússneska fávaldinn (e. oligarch) sumir Íslendingar þekkja.Klukka réttvísinnar Einn maður enn, George Papadopoulos, fv. ráðgjafi Trumps, reyndist hafa játað á sig meinsæri fyrir nokkru og sungið um hina tvo. Flestir gera ráð fyrir fleiri ákærum innan tíðar. Hinir ákærðu verða dregnir fyrir dóm í New York og Virginíu frekar en fyrir alríkisdómstól þar eð forsetinn hefur ekki skýra heimild til að sýkna menn sem fylkisdómstólar sakfella. Hlutverk saksóknarans og manna hans er að komast til botns í málinu. Þeim er alvara. Bandaríkjastjórn lítur á Rússland sem óvinveitt ríki eftir það sem á undan er gengið í samskiptum Rússa við granna sína í suðri, nú síðast í Úkraínu. Þess vegna hafa Bandaríkjamenn ásamt öðrum þjóðum, þ.m.t. Íslendingar, lagt strangar viðskiptahömlur á Rússland. Og þess vegna er Paul Manafort, kosningastjórinn fv., m.a. sakaður um samsæri gegn Bandaríkjunum sem er næsti bær við landráð. Þannig eru Bandaríkin. Lögin ná yfir háa sem lága, a.m.k. stundum þegar mikið liggur við. Klukka réttvísinnar gengur.Þegar meint brot fyrnast Margir vitnisburðir benda til náinna tengsla Trumps við Rússa langt aftur í tímann, m.a. við þekkta mafíósa. Einn angi málsins sem Mueller saksóknari rannsakar nú snýst um Trump-Soho-bygginguna í New York. Þar var Trump í slagtogi með dæmdum rússneskum sakamanni. Grunur leikur á að byggingin hafi verið notuð til fjárböðunar og skattsvika. Ekki bara Mueller saksóknari heldur einnig sumir helztu fréttamiðlar heims liggja yfir málinu og hafa m.a. sent menn til Íslands vegna gruns um tengsl við meinta fjárböðun á Íslandi fyrir Rússa fyrir hrun svo sem fram kemur í málsskjölum fyrir rétti í New York. Íslenzk yfirvöld hafa ekki sinnt ábendingum um að rannsaka þennan þátt bankahrunsins. Alþingi lét m.a.s. undir höfuð leggjast að láta rannsaka einkavæðingu bankanna. Og nú, níu árum eftir hrun, telur Kjarninn sig tilneyddan að stefna Seðlabankanum til fá ógilta með dómi ákvörðun bankans um að synja miðlinum um aðgang að símtali þv. seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Seðlabankinn hefur skýlt sér á bak við bankaleynd eins og henni sé ætlað að vera skálkaskjól. Saksóknurum og Alþingi hefði verið í lófa lagið að hefja rannsókn allra þessara mála formsins vegna til að girða fyrir fyrningarfresti. Það var þó ekki gert.Fólkið sem telur atkvæðin Grunurinn sem nálgast fullvissu um afskipti Rússa af kosningabaráttunni 2016 er litinn alvarlegum augum í Bandaríkjunum þar sem ströng lög gilda um afskipti útlendinga af kosningum. Útlendingum er t.d. bannað með lögum að veita frambjóðendum í bandarískum kosningum fjárstuðning. Útlendingum er þó auðvitað ekki bannað að skrifa greinar til stuðnings frambjóðendum. Rússar geta því varizt ásökunum um afskipti af kosningabaráttunni með vísan til málfrelsis. Þeim er jafnfrjálst að punda áróðri á bandaríska kjósendur á samfélagsmiðlum eins og þeim er t.d. frjálst að birta kosningagreinar í þarlendum fjölmiðlum og miðla leknum tölvupóstum. Bandarísk yfirvöld telja fullsannað að Rússar hafi stolið og lekið tugþúsundum tölvupósta frá demókrötum, einkum forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton, gagngert til að koma höggi á hana og hjálpa Trump. Hitt er alvarlegra að grunur beinist nú ekki bara að baráttunni um hylli kjósenda heldur einnig að talningu atkvæða. Rifjast þá upp fleyg ummæli Jósefs Stalín: „Það er ekki fólkið sem kýs sem skiptir máli heldur fólkið sem telur atkvæðin.“ Víðast hvar í Bandaríkjunum eru kosningar rafrænar. Atkvæðaseðlum er þá ekki til að dreifa. Endurtalning getur því reynzt erfið eða ógerleg. Kosningavélarnar eru af ýmsu tagi, smíðaðar af alls kyns fyrirtækjum um allt land. Bent hefur verið á að tölvuþrjótar geti hæglega brotizt inn í tölvukerfin sem stýra gangi vélanna til að breyta niðurstöðum rafrænnar talningar. Fyrir 2016 gerðu bandarísk yfirvöld lítið úr þessari hættu, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Ætla má að þrjár rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings sem grafast nú fyrir um tengsl Trumps við Rússa láti þessa hlið málsins einnig til sín taka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Bandaríkjamenn standa í stórræðum. Robert Mueller, sérstakur saksóknari, hefur nú um hálfs árs skeið rannsakað meint ólöglegt samráð Trumps Bandaríkjaforseta og manna hans við Rússa í aðdraganda forsetakjörsins 2016. Tilefnið er grunur sem nálgast fullvissu um að Rússar hafi blandað sér í kosningabaráttuna ef ekki beinlínis í sjálfar kosningarnar. Fyrir nokkrum dögum voru tveir menn sem áður voru handgengnir Trump forseta ákærðir fyrir margvísleg lögbrot. Fv. kosningastjóri Trumps, Paul Manafort, var ákærður m.a. fyrir fjárböðun, meinsæri, samsæri gegn Bandaríkjunum og skattsvik. Hann segist vera saklaus. Hjálparkokkur hans og viðskiptafélagi, Rick Gates, segist einnig saklaus, en hann var ákærður fyrir ólöglegt samráð við Rússa, m.a. gegnum Oleg Deripaska, rússneska fávaldinn (e. oligarch) sumir Íslendingar þekkja.Klukka réttvísinnar Einn maður enn, George Papadopoulos, fv. ráðgjafi Trumps, reyndist hafa játað á sig meinsæri fyrir nokkru og sungið um hina tvo. Flestir gera ráð fyrir fleiri ákærum innan tíðar. Hinir ákærðu verða dregnir fyrir dóm í New York og Virginíu frekar en fyrir alríkisdómstól þar eð forsetinn hefur ekki skýra heimild til að sýkna menn sem fylkisdómstólar sakfella. Hlutverk saksóknarans og manna hans er að komast til botns í málinu. Þeim er alvara. Bandaríkjastjórn lítur á Rússland sem óvinveitt ríki eftir það sem á undan er gengið í samskiptum Rússa við granna sína í suðri, nú síðast í Úkraínu. Þess vegna hafa Bandaríkjamenn ásamt öðrum þjóðum, þ.m.t. Íslendingar, lagt strangar viðskiptahömlur á Rússland. Og þess vegna er Paul Manafort, kosningastjórinn fv., m.a. sakaður um samsæri gegn Bandaríkjunum sem er næsti bær við landráð. Þannig eru Bandaríkin. Lögin ná yfir háa sem lága, a.m.k. stundum þegar mikið liggur við. Klukka réttvísinnar gengur.Þegar meint brot fyrnast Margir vitnisburðir benda til náinna tengsla Trumps við Rússa langt aftur í tímann, m.a. við þekkta mafíósa. Einn angi málsins sem Mueller saksóknari rannsakar nú snýst um Trump-Soho-bygginguna í New York. Þar var Trump í slagtogi með dæmdum rússneskum sakamanni. Grunur leikur á að byggingin hafi verið notuð til fjárböðunar og skattsvika. Ekki bara Mueller saksóknari heldur einnig sumir helztu fréttamiðlar heims liggja yfir málinu og hafa m.a. sent menn til Íslands vegna gruns um tengsl við meinta fjárböðun á Íslandi fyrir Rússa fyrir hrun svo sem fram kemur í málsskjölum fyrir rétti í New York. Íslenzk yfirvöld hafa ekki sinnt ábendingum um að rannsaka þennan þátt bankahrunsins. Alþingi lét m.a.s. undir höfuð leggjast að láta rannsaka einkavæðingu bankanna. Og nú, níu árum eftir hrun, telur Kjarninn sig tilneyddan að stefna Seðlabankanum til fá ógilta með dómi ákvörðun bankans um að synja miðlinum um aðgang að símtali þv. seðlabankastjóra og forsætisráðherra 6. október 2008. Seðlabankinn hefur skýlt sér á bak við bankaleynd eins og henni sé ætlað að vera skálkaskjól. Saksóknurum og Alþingi hefði verið í lófa lagið að hefja rannsókn allra þessara mála formsins vegna til að girða fyrir fyrningarfresti. Það var þó ekki gert.Fólkið sem telur atkvæðin Grunurinn sem nálgast fullvissu um afskipti Rússa af kosningabaráttunni 2016 er litinn alvarlegum augum í Bandaríkjunum þar sem ströng lög gilda um afskipti útlendinga af kosningum. Útlendingum er t.d. bannað með lögum að veita frambjóðendum í bandarískum kosningum fjárstuðning. Útlendingum er þó auðvitað ekki bannað að skrifa greinar til stuðnings frambjóðendum. Rússar geta því varizt ásökunum um afskipti af kosningabaráttunni með vísan til málfrelsis. Þeim er jafnfrjálst að punda áróðri á bandaríska kjósendur á samfélagsmiðlum eins og þeim er t.d. frjálst að birta kosningagreinar í þarlendum fjölmiðlum og miðla leknum tölvupóstum. Bandarísk yfirvöld telja fullsannað að Rússar hafi stolið og lekið tugþúsundum tölvupósta frá demókrötum, einkum forsetaframbjóðandanum Hillary Clinton, gagngert til að koma höggi á hana og hjálpa Trump. Hitt er alvarlegra að grunur beinist nú ekki bara að baráttunni um hylli kjósenda heldur einnig að talningu atkvæða. Rifjast þá upp fleyg ummæli Jósefs Stalín: „Það er ekki fólkið sem kýs sem skiptir máli heldur fólkið sem telur atkvæðin.“ Víðast hvar í Bandaríkjunum eru kosningar rafrænar. Atkvæðaseðlum er þá ekki til að dreifa. Endurtalning getur því reynzt erfið eða ógerleg. Kosningavélarnar eru af ýmsu tagi, smíðaðar af alls kyns fyrirtækjum um allt land. Bent hefur verið á að tölvuþrjótar geti hæglega brotizt inn í tölvukerfin sem stýra gangi vélanna til að breyta niðurstöðum rafrænnar talningar. Fyrir 2016 gerðu bandarísk yfirvöld lítið úr þessari hættu, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Ætla má að þrjár rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings sem grafast nú fyrir um tengsl Trumps við Rússa láti þessa hlið málsins einnig til sín taka. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun