Erlent

Skipulagði árásina í margar vikur

Samúel Karl Ólason skrifar
Átta manns dóu í árásinni og tólf slösuðust.
Átta manns dóu í árásinni og tólf slösuðust. Vísir/AFP
Sayfullo Saipov, sem sakaður er um að hafa ekið á fjölda fólks í New York í gær, mun hafa skipulagt árásina í margar vikur. Samkvæmt lögreglunni í New York skildi hann eftir miða í bílnum þar sem hann lýsti yfir hollustu við Íslamska ríkið. Átta manns dóu í árásinni og tólf slösuðust.

Yfirvöld telja að Saipov hafi staðið einn að árásinni og að hann hafi snúist til öfga og orðið hliðhollur ISIS í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Kom til Bandaríkjanna 2010 og starfaði hjá Uber

Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar mun hafa Saipov tengjast mönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) en Saipov sjálfur hafði ekki verið rannsakaður.

Miðinn sem Saipov skildi eftir í bílaleigubílnum var handskrifaður og á arabísku. Þar hafði hann skrifað að Íslamska ríkið myndi lifa að eilífu og lögreglan segir Saipov hafa fylgt leiðbeiningum sem ISIS hefur birt á netinu við árás sína.


Tengdar fréttir

Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir

Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs.

Árásarmaðurinn sagður vera Úsbeki

Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við heimavarnarráðuneyti sitt að það herði eftirlit með þeim innnflytjendum sem vilja koma til landsins í kjölfar árásarinnar í New York. Málið er rannsakað sem hryðjuverk.

Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum

Minnst átta eru látnir og tugir særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×