Nýtt lag og myndband um píkur Guðný Hrönn skrifar 1. nóvember 2017 13:45 Anna Tara segir myndbandið vera krassandi. Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: „Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna. Kynjajafnrétti er Önnu Töru hugleikið og það veitir henni innblástur í listsköpun. „Ætli það væri ekki einhvers konar mælikvarði á jafnrétti ef konum þætti eins sjálfsagt að taka myndir af píkunum sínum og senda á netinu eins og körlum. Þá væri jafnrétti kannski náð en við erum langt frá því.“ Spurð nánar út í lagið segir Anna Tara: „Lagið Pussypics byrjar á línunni: „I wish my pussy was my face to make the world a better place“. Ég samdi textann og rappa í laginu og Solveig Pálsdóttir sem er með mér í Reykjavíkurdætrum syngur í laginu með mér. Thorbjörn Einar Guðmundsson gerði svo taktinn og Bjarki Hallbergs hljóðblandaði en þeir eru betur þekktir undir nafninu BLKPRTY.“ Laginu fylgir svo myndband. „Ég var svo heppin að finna eitt hugrakkt módel sem vill að vísu vera nafnlaust. Myndbandið við lagið er ein píka nánast allan tímann. Maður veltir fyrir sér hvernig sé hægt að gera myndband úr einni píku en ég komst að því að það er vel hægt ef maður „zoomar“ inn nógu oft,“ segir hún og hlær. Þess má geta að myndbandið verður gefið út á vimeo.com. „Ég hugsa að það verði tekið út af YouTube. Og að lokum vil ég segja að öll gagnrýni þarf að beinast að mér, ekki hljómsveitinni í heild, ég er ein ábyrg fyrir þessu.“Uppfært: Myndbandið hefur verið fjarlægt af Vimeo.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira